13:00
Samfélagið
Jarðvegsmengun, Amtsbókasafnið, málfarsmínúta og gláka
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Við fjöllum um mengaðan jarðveg. Hingað koma Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia. Þau ætla að fjalla um það þegar notkun svæða breytist og vitað er af mengun á morgunverðarfundi á vegum Verkís í fyrramálið. Annars vegar Ártúnshöfða í Reykjavík og flugvallarsvæðið í Keflavík.

Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi hefur verið leiðarljós í starfsemi Amtsbókasafnsins á Akureyri að undanförnu. Þar er hægt að fá lánað margskonar hluti aðra en bækur og þar eru starfræktir ýmsir klúbbar og haldnir viðburðir þar sem hægt er að skiptast á kunnáttu, fatnaði og ýmsu. Hrönn Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu kemur í Samfélagið og segir okkur frá hvernig sjálfbærni og hringrásarhagkerfið mótar starfsemi safnsins.

Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir í vísindaspjall um rannsóknir á gláku.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,