12:42
Þetta helst
Konan sem er kannski McCann
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Bráðum verða liðin 16 ár frá því að hin þriggja ára Madeleine McCann hvarf úr rúminu sínu í Portúgal. Rannsókn málsins teygði anga sína víða og vakti heimsathygli. Margir hlustendur kannast eflaust við myndina af ljóshærðu stúlkunni með toppinn og brúnan blett í öðru af blágrænu augunum. Snemma kom í ljós að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað og foreldrar stúlkunnar voru um tíma sakaðir um að bera ábyrgð á hvarfi hennar. Engin niðurstaða fékkst þó. En nú virðist einhver hreyfing vera komin í málið, enn og aftur. Í fyrsta sinn frá ásökunum í garð foreldra Madeleine hefur einhver fengið stöðu grunaðs manns í málinu, þjóðverji að nafni Christian Brücker, dæmdur þjófur og nauðgari grunaður í hvarfi fjölmargra barna og unglinga undanfarna áratugi. Það sem flækir málin samt er að í síðasta mánuði steig Julia Faustyna Wendel, 21 árs gömul pólsk kona fram og fullyrti að hún væri mögulega Madeleine McCann, stúlkan sem hvarf tveim vikum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn daginn sinn.

Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir nýjustu vendingar í hvarfi Madeleine McCann sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar fyrir 16 árum síðan.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 17 mín.
,