23:05
Lestin
The Playlist, Iris Murdoch, Guðný Halldórsdóttir
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Það eru komin þrjátíu ár síðan söngva- og grínmyndin, Karlakórinn Hekla var frumsýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Guðný Halldórsdóttir, segir okkur frá því hvernig gekk að leikstýra 30 manna karlakór um borð í skipi í Svíþjóð. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna svona fáar grínmyndir eru gerðar á Íslandi og hvernig kvenkyns grínleikstjóra var tekið á sínum tíma.

Ásdís Sól Ágústsdóttir, segir frá einum af sínum eftirlætishöfundum, heimspekingnum og rithöfundinum, Írisi Murdoch. Hvernig skáldsögur skrifar siðfræðingur og hvernig fjallar hún um muninn á góðu og illu? Og hvar liggja mörkin milli heimspeki og skáldskapar?

Frey Sævarsson, gagnaverkfræðingur sem starfaði áður hjá Spotify og nýsköpunarkempan Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, ræða þættina The Playlist. The playlist eru nokkuð nýlegir Netflix-þættir sem rekja sögu tónlistarveitunnar Spotify, út frá nokkrum ólíkum sjónarhornum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,