06:50
Morgunvaktin
Rannsókn á erfðum verkja og sálarvænt vinnuumhverfi
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Fjallað var um verki og sársaukaþol fólks sem er mismikið. Arnór Víkingsson gigtarlæknir sem lengi hefur fengist við verki sjúklinga ræddi um verki vítt og breitt og Gyða Björnsdóttir, verkefnisstjóri verkjarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu, sagði frá rannsókninni.

Borgþór Arngrímsson fór yfir það helsta í dönsku þjóðlífi, eins og hann gerir annan hvern miðvikudag.

Helena Jónsdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að atvinnurekendur og yfirmenn taki geðheilbrigðismál föstum tökum.

Tónlist:

It?s so easy - Byddie Holly,

The man I love - Nat King Cole trio,

Selskapsmadonna - Dalton,

Woman in love - Barbra Streisand.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,