20:35
Samfélagið
Jarðvegsmengun, Amtsbókasafnið, málfarsmínúta og gláka
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við fjöllum um mengaðan jarðveg. Hingað koma Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia. Þau ætla að fjalla um það þegar notkun svæða breytist og vitað er af mengun á morgunverðarfundi á vegum Verkís í fyrramálið. Annars vegar Ártúnshöfða í Reykjavík og flugvallarsvæðið í Keflavík.

Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi hefur verið leiðarljós í starfsemi Amtsbókasafnsins á Akureyri að undanförnu. Þar er hægt að fá lánað margskonar hluti aðra en bækur og þar eru starfræktir ýmsir klúbbar og haldnir viðburðir þar sem hægt er að skiptast á kunnáttu, fatnaði og ýmsu. Hrönn Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu kemur í Samfélagið og segir okkur frá hvernig sjálfbærni og hringrásarhagkerfið mótar starfsemi safnsins.

Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir í vísindaspjall um rannsóknir á gláku.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,