18:00
Spegillinn
Fordómar í garð foreldra með fötlun, kafbátar og orkuskipti
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Dómsmálaráðherra segir álit umboðsmanns Alþingis um rafbyssuvæðingu lögreglunnar ekki hafa áhrif á stöðu sína sem ráðherra. Hann er ósammála álitinu um að bera hefði þurft málið undir ríkisstjórn.

Embætti landlæknis hefur svipt sálfræðing starfsleyfi eftir að hann gerðist sekur um alvarleg brot í starfi. Hann er meðal annars sagður hafa gert ADHD-greiningar sem hvergi fengust viðurkenndar.

Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR. Hann segist vilja mæta kröfum um breytingar innan félagsins.

Foreldrar með fötlun mæta fordómum og fá ekki nægan stuðning. Þetta segir sérfræðingur Þroskahjálpar. Ríkari kröfur séu gerðar til uppeldis hjá þeim en öðru fólki.

Íslensku barnabókmenntaverðlaunin verða ekki veitt í ár þar sem ekkert handritanna sem bárust þykir nógu gott. Starfandi formaður Rithöfundasambandsins segir lítið upp úr skrifunum að hafa.

------

Foreldrar með fötlun mæta miklum fordómum í samfélaginu og fá ekki nægan stuðning. Dæmi eru um að konum með þroskaskerðingu séu gefnir hormónar án þeirra vitundar til að koma í veg fyrir þungun. Í Kveik í gær var rætt við ungan mann sem ólst upp hjá seinfærum foreldrum. Þau mættu miklum fordómum þegar von var á drengnum fyrir um 20 árum, fullyrt var að hann myndi erfa fötlun foreldra sinna og þau voru hvött til að gefa drenginn frá sér. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Þroskahjálp og doktorsnemi í þroskaþjálfafræði segir þessi viðhorf enn við lýði. Hún segir að ekki sé til nein sérstök tölfræði um fjölda seinfærra foreldra. Mörg dæmi séu um að seinfærir foreldrar séu hvött til að gefa frá sér börn sín.

Rússar og Kínverjar fordæma þá ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna að sjá Áströlum fyrir kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu áratugum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti formlega samkomulag um samstarfið í San Diego í Kaliforníu. Viðstaddir voru forsætisráðherrar Ástralíu og Bretlands, þeir Anthony Albanese og Rishi Sunak. Biden sagði að til samstarfsins væri stofnað til að tryggja frelsi, velmegun og öryggi ríkja á Asíu-Kyrrahafssvæðinu með tækifærum fyrir alla.

Á sama tíma og stefnt er að orkuskiptum þá lækkar lítið í stórum olíutunnum landsins. Olíuinnflutningur virðist ekki vera að minnka, þvert á móti. Kallað hefur verið eftir aukinni raforkuframleiðslu og að lagarammi verði gerður skýr um raforkuframleiðslu, og þá sér í lagi vindorkuna sem aukinn áhugi er fyrir. Stjórnmálamenn hafa verið hvattir til aðgerða í raforkumálum, raforkukerfið sé orðið fullnýtt og virkja þurfi meira - allt til að orkuskipti séu ekki orðin tóm. Þetta k

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,