Kveikur

Efnahagsáhrif heimsfaraldurs COVID-19

Hver verða efnahagsáhrif heimsfaraldursins sem gengur yfir? Rætt er Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE og Sigríði Beinteinsdóttur, lektor í hagfræði við Yale. Getur verið Íslendingar eigi eftir fara verr út úr kreppunni en margar aðrar þjóðir? Breiðþota Icelandair kom troðfull af búnaði fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi frá Kína. Litið er um borð í hana og fjallað um birgðastöðu á Íslandi. Einnig er litið til Afríku. Hvaða áhrif mun faraldurinn hafa á lönd þar? Rætt er við Sigurð Guðmundsson smitsjúkdómalækni, Engilbert Guðmundsson sérfræðing í þróunarmálum og Unni Orradóttur sendiherra Íslands í Úganda.

Frumsýnt

21. apríl 2020

Aðgengilegt til

1. júní 2030
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Þættir

,