Kveikur

Matarhagkerfið og stríð nútímans

Sífellt fleiri Íslendingar velja grænmeti frekar en kjöt. Bændur sem reyna brjótast út úr kerfinu standa einir. Hvert stefnir íslenskur landbúnaður? Við skoðum kerfið sem stýrir því hvaða matur er framleiddur á Íslandi. Í síðari hluta þáttarins veltum við því upp hvernig nútímastríð eru háð. Einu sinni þýddi stríð vopnaðar hersveitir sem ruddust yfir landamæri en ekki lengur. Þegar stríðið er falsfréttir eða tölvuhakk skipta landamæri engu máli.

Frumsýnt

25. feb. 2020

Aðgengilegt til

1. júní 2030
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Þættir

,