Íslendingar

Guðmunda Elíasdóttir

Guðmunda Elíasdóttir fæddist í Bolungarvík árið 1920. Hún stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og Frakklandi og bjó meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada og starfaði við list sína. Hún kom fram í fjölda leiksýninga og söng í óperum, þar á meðal í fyrstu óperusýningu Þjóðleikhússins, Rigoletto, árið 1951.

Frumsýnt

23. júní 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslendingar

Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þættir

,