Íslendingar

Brynja Benediktsdóttir

Brynja Benediktsdóttir var leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið um þriggja áratuga skeið. Hún var líka leikskáld og samdi m.a. leikverkið Inúk ásamt leikhópi, svo og Ferðir Guðríðar en bæði þessi verk hafa verið sýnd víða um heim við góðan orðstír. Síðasta áratuginn rak Brynja eigið leikhús, Skemmtihúsið við Laufásveg. Efnið er úr safni Sjónvarpsins. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Frumsýnt

27. júlí 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslendingar

Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þættir

,