Íslendingar

Bergþóra Árnadóttir

Bergþóra Árnadóttir var söngvaskáld og flutti einkum eigin ljóð og lög en einnig lög sem hún samdi við ljóð annarra. Hún var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar hér á landi, söng lög sín og lék á gítar inn á allmargar hljómplötur og hélt hljómleika hér heima og erlendis.

Efnið er úr safni Sjónvarpsins. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Frumsýnt

3. ágúst 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslendingar

Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þættir

,