Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Torg kvöldsins var tileinkað ungum kjósendum. Hvaða mál skipta þá mestu máli fyrir kosningarnar, hvar sækja þau upplýsingar og eru flokkarnir að höfða til þeirra. Þátttakendur í pallborði voru Hjördís Freyja Kjartansdóttir, 19 ára stúdent úr FÁ og formaður ungliðahreyfingar UNICEF, Kjartan Leifur Sigurðsson, 21 árs lögfræðinemi, Anna Sonde, 18 ára nemi í Verzlunarskóla Íslands, Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, 18 ára stallari nemendafélags Menntaskólans við Laugarvatn, Birta Björnsdóttir Kjerúlf, 24 ára meistaranemi í alþjóðasamskiptum og Sturla E. Jónsson, stjórnmálafræðinemi, 21 árs.
Auk þess var rætt við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði og Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands ungmennafélaga.