ok

Torgið

Ungir kjósendur og kosningarnar

Torg kvöldsins var tileinkað ungum kjósendum. Hvaða mál skipta þá mestu máli fyrir kosningarnar, hvar sækja þau upplýsingar og eru flokkarnir að höfða til þeirra. Þátttakendur í pallborði voru Hjördís Freyja Kjartansdóttir, 19 ára stúdent úr FÁ og formaður ungliðahreyfingar UNICEF, Kjartan Leifur Sigurðsson, 21 árs lögfræðinemi, Anna Sonde, 18 ára nemi í Verzlunarskóla Íslands, Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, 18 ára stallari nemendafélags Menntaskólans við Laugarvatn, Birta Björnsdóttir Kjerúlf, 24 ára meistaranemi í alþjóðasamskiptum og Sturla E. Jónsson, stjórnmálafræðinemi, 21 árs.

Auk þess var rætt við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði og Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands ungmennafélaga.

Frumsýnt

5. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Torgið

Torgið

Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Þættir

,