ok

Torgið

Grindavík

Hver er staðan í Grindavík og hvenær geta Grindvíkingar búist við því að snúa aftur heim? Fjölmargar spurningar hafa kviknað í kjölfar rýmingar Grindavíkur sem margar snúa að framtíð íbúanna, afkomu þeirra og húsnæði. Hvaða forsendur þurfa að vera til staðar áður en fólki er gert kleift að snúa til baka? Verður allt húsnæði bætt og hvernig eiga Grindvíkingar að huga að andlegu hliðina. Þetta og margt fleira var rætt á Torginu.

Fyrir svörum sátu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, stjórnandi þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands og Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra.

Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Frumsýnt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Torgið

Torgið

Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Þættir

,