Kiljan

30. október 2024

Ærið tilefni er til efnismikils Kiljuþáttar þegar jólabókaflóðið skellur á. Hallgrímur Helgason ræðir við okkur um Sextíu kíló af sunnudögum, síðasta bindið í þríleik hans um síldarbæinn Segulfjörð. Bubbi Morthens talar um ljóðabók sína Föðurráð og flytur kvæði úr henni. Við förum á listasafn Einars Jónssonar, en Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir eru höfundar bókar sem nefnist Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum. Valdimar Tómasson segir okkur frá nýrri bók sinni sem nefnist Söngvar til sársaukans. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um eftirtaldar bækur: Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána, Múffu eftir Jónas Reyni, Hildi eftir Satu Rämö og Sigrúnu á Safninu eftir Sigrúnu Eldjárn.

Frumsýnt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,