ok

Kiljan

Kiljan

Ingunn Ásdísardóttir er gestur í Kilju vikunnar. Hún ræðir um bók sína sem nefnist Jötnar hundvísir og fékk Fjöruverðlaunin nýskeð. Þetta er afar forvitnileg rannsókn á hlutverki jötna í norrænni goðafræði. Shaun Bythell rekur fornbókaverslun í smábæ á Skotlandi og hefur skrifað um það bækur sem hafa komið út á íslensku. Hann ræðir við okkur um bækurnar og bóksöluna og má teljast afar skemmtilegur en nokkuð kaldhæðinn viðmælandi. Almanak Þjóðvinafélagsins hefur komið út allar götur síðan 1874 og gerir enn - við fræðumst um útgáfuna hjá Arnóri Gunnari Gunnarssyni ritstjóra. Ljóðskáldið Ragnheiður Lárusdóttir segir frá bók sinni Veður í æðum, þar fjallar hún meðal annars um eiturfíkn dóttur sinnar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur skoðar uppáhaldsbækur sínar með okkur. Gagnýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum eftir Sofi Oksanen, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner og Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur.

Frumsýnt

12. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,