17:10
Eldað með Ebbu
Eldað með Ebbu

Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.

Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný glútenlausa döðluköku, ostabollur í muffinsformi, brauðhleif, hummur og kasjúpestó. Matargestir hennar í þættinum eru Berglind Guðmundsdóttir, Lína Guðnadóttir, Linda Mjöll Kemp Magnúsdóttir og Sigurlaug Björg Stefánsdóttir.

Var aðgengilegt til 06. desember 2024.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,