20:50
Kiljan
6. nóvember 2024
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Enn hverfur Kiljan norður í Húnavatnssýslu á slóðir frægasta morðmáls Íslandssögunnar. Viðmælandinn er Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum en Þrístapar, þar sem aftaka Agnesar og Friðriks fór fram, er einmitt í landi Sveinsstaða. Magnús hefur margvísleg tengsl við þessa örlagasögu og hefur nú ritað um hana bókina Öxin, Agnes og Friðrik. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Sporðdrekar. Birgitta Björg Guðmarsdóttir er mjög efnilegur ungur höfundur og ræðir við okkur um bók sína Moldin heit. Þórdís Gísladóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni sem heitir Aðlögun og flytur bráðskemmtilegt kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Móðurást - Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur og Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,