Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir sérstaklega kannaðirr. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Á árunum í kringum 2007 var Íslendingum hrósað fyrir ýmsa kosti. Aðlögunarhæfni, þrautseigju, sköpunargleði, bjartsýni, tjáningarfrelsi, óútreiknanlega hegðun, náttúrulegan kraft og agaleysi. Allir vita hvernig það partí endaði en er eitthvað til í þessu? Eigum við sterkustu karlana og fegurstu konurnar. Þetta verður til umfjöllunar í fjórða þætti af Veröld sem var.
Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Torg kvöldsins var tileinkað ungum kjósendum. Hvaða mál skipta þá mestu máli fyrir kosningarnar, hvar sækja þau upplýsingar og eru flokkarnir að höfða til þeirra. Þátttakendur í pallborði voru Hjördís Freyja Kjartansdóttir, 19 ára stúdent úr FÁ og formaður ungliðahreyfingar UNICEF, Kjartan Leifur Sigurðsson, 21 árs lögfræðinemi, Anna Sonde, 18 ára nemi í Verzlunarskóla Íslands, Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, 18 ára stallari nemendafélags Menntaskólans við Laugarvatn, Birta Björnsdóttir Kjerúlf, 24 ára meistaranemi í alþjóðasamskiptum og Sturla E. Jónsson, stjórnmálafræðinemi, 21 árs.
Auk þess var rætt við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði og Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands ungmennafélaga.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ærið tilefni er til efnismikils Kiljuþáttar nú þegar jólabókaflóðið skellur á. Hallgrímur Helgason ræðir við okkur um Sextíu kíló af sunnudögum, síðasta bindið í þríleik hans um síldarbæinn Segulfjörð. Bubbi Morthens talar um ljóðabók sína Föðurráð og flytur kvæði úr henni. Við förum á listasafn Einars Jónssonar, en Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir eru höfundar bókar sem nefnist Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum. Valdimar Tómasson segir okkur frá nýrri bók sinni sem nefnist Söngvar til sársaukans. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um eftirtaldar bækur: Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána, Múffu eftir Jónas Reyni, Hildi eftir Satu Rämö og Sigrúnu á Safninu eftir Sigrúnu Eldjárn.
Sögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Einar Kárason segir frá Gissuri Þorvaldssyni og deilum hans við Sturlunga. Í þættinum er sýnt frá Þingvöllum, við Apavatn, í Skálholti, við Kljáfoss í Borgarfirði og mynni Lundarreykjadals.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný glútenlausa döðluköku, ostabollur í muffinsformi, brauðhleif, hummur og kasjúpestó. Matargestir hennar í þættinum eru Berglind Guðmundsdóttir, Lína Guðnadóttir, Linda Mjöll Kemp Magnúsdóttir og Sigurlaug Björg Stefánsdóttir.
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Jeremiah Páll fæddist á Íslandi árið 2009. Hann ólst upp í Breiðholtinu hjá foreldrum sínum og systkinum. Móðurmál hans er filippseyska málið cebuano. Við förum í tónlistartíma með Jeremiah og kynnumst því hvernig er hægt að nýta tónlist til þess að læra nýtt tungumál.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðhræddur um að sonur sinn sem heldur flug-sýningu fyrir fjölskyldu sína hrapi!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
1. Trump vann 2. Hreindýrið Hreindís.
Afhending Íslensku menntaverðlaunanna á Bessastöðum, þar sem verðlaunað er fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku: Ragnheiður Thorsteinsson.
Á Bessastöðum fer fram afhending Íslensku menntaverðlaunanna þar sem veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf, verkefni og kennara í fimm flokkum. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Forsetaembættið stofnaði til verðlaunanna en að þeim standa einnig ráðuneyti, menntastofnanir og samtök um skólamál.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Enn hverfur Kiljan norður í Húnavatnssýslu á slóðir frægasta morðmáls Íslandssögunnar. Viðmælandinn er Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum en Þrístapar, þar sem aftaka Agnesar og Friðriks fór fram, er einmitt í landi Sveinsstaða. Magnús hefur margvísleg tengsl við þessa örlagasögu og hefur nú ritað um hana bókina Öxin, Agnes og Friðrik. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Sporðdrekar. Birgitta Björg Guðmarsdóttir er mjög efnilegur ungur höfundur og ræðir við okkur um bók sína Moldin heit. Þórdís Gísladóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni sem heitir Aðlögun og flytur bráðskemmtilegt kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Móðurást - Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur og Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Þýsk spennuþáttaröð frá 2021. Líf lögreglunemans, Juliu, umturnast þegar hún verður ástfangin af hinum dularfulla Nick. Nick er ekki allur þar sem hann er séður og fyrr en varir er Julia flækt inn í atburðarás sem leiðir hana á vafasamar slóðir. Aðalhlutverk: Emma Bading, Jannik Schümann og Jeanette Hain. Leikstjórn: Isabel Prahl. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þýsk heimildarmynd frá 2021. Mohamedou Ould Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo-fangabúðir Bandaríkjamanna á Kúbu árið 2002 þar sem hann var talinn meðlimur Al-Kaída og grunaður um að hafa lagt á ráðin um sprengjutilræði í Los Angeles. Eftir 14 ára fangavist var hann hreinsaður af sök og látinn laus. Í fangabúðunum sætti hann pyntingum og nú leitar hann kvalara sinna.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
1. Trump vann 2. Hreindýrið Hreindís.