Veröld sem var

Best í heimi

Á árunum í kringum 2007 var Íslendingum hrósað fyrir ýmsa kosti. Aðlögunarhæfni, þrautseigju, sköpunargleði, bjartsýni, tjáningarfrelsi, óútreiknanlega hegðun, náttúrulegan kraft og agaleysi. Allir vita hvernig það partí endaði en er eitthvað til í þessu? Eigum við sterkustu karlana og fegurstu konurnar. Þetta verður til umfjöllunar í fjórða þætti af Veröld sem var.

Frumsýnt

9. sept. 2018

Aðgengilegt til

18. feb. 2025
Veröld sem var

Veröld sem var

Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til reyna skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir sérstaklega kannaðirr. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Þættir

,