Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
Ævintýralegir þættir um músafjölskyldu sem býr á lítilli plánetu.
Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Fallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.
Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.
Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Gamanþáttaröð byggð á sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Vigga er 11 ára stelpa sem býr með fjölskyldu sinni í átta hæða blokk á höfuðborgarsvæðinu. Við kynnumst fjölskyldu hennar sem er ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún skemmtilega klikkuð eins og allir aðrir íbúar í blokkinni. Leikstjóri er Kristófer Dignus og meðal leikenda eru Andrea Marín Andrésdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Gunnar Hansson, Kristín Pétursdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
Þáttaröð um ungt og áhugavert fólk. Skyggnst er inn í líf einnar persónu hverju sinni og henni fylgt eftir í sínu daglega lífi. Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku og myndvinnsla er í höndum Eiríks I. Böðvarssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Kokkurinn Hrefna Sætran rekur tvo af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur. Hún útskrifaðist með hæstu einkunn frá Matvælaskólanum og tryggði sér sæti í kokkalandsliðinu. Hrefna hleypir okkur inní líf sitt og ræðir um atvinnureksturinn og fjölskyldulífið. Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Egill Helgason hefur umsjón með þætti dagsins. Fyrst til að ræða meðal annars efnahags og húsnæðismálin eru þingmennirnir Ágúst Bjarni Garðarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Diljá Mist Einarsdóttir og varaþingmaðurinn Viðar Eggertsson. Í síðari hluta þáttar ræðir Egill um gervigreind og koma þá til hans Andri Snær Magnason rithöfundur, Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri GRID, Stefán Ólafsson lektor og Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Avo.
Þættir frá 1996 í umsjón Björns Th. Björnssonar. Björn flytur í þáttunum erindi þar sem hann fjallar um erlenda sem íslenska myndlist. Hann leitast þar við að sýna áhrif samfélagsins og breytingar þess á hverjum tíma á listina, og hver hugsanleg áhrif listin hefur á andlegan heim samfélagsins. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson.
Brugðið er upp myndum af mannlífi og menningu í höfuðstað Norðurlands í dagskrárefni allt frá árinu 1968. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum níunda þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Ágúst Guðmundsson um feril hans og þeir skoða saman brot úr myndum Ágústs. Sýnd eru brot úr myndunum Útlaginn, Með allt á hreinu, Dansinn, Mávahlátur, Land og synir og Ást í kjörbúð.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og almennar fréttaskýringar. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ingólfur Bjarni Sigfússon, Arnar Þórisson, Arnhildur Hálfdánardóttir, Árni Þór Theodórsson, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Karl Newman, María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar tók þátt í að bjarga rúmlega þúsund flóttamönnum á Miðjarðarhafinu í byrjun mars. En á meðan hún sinnir eftirliti á Miðjarðarhafi er eftirlits- og björgunargeta við Íslandsstrendur takmörkuð.
Dönsk þáttaröð í fjórum hlutum um íbúðarhús víðs vegar á Grænlandi og fjölskyldurnar sem þar búa. Í hverjum þætti kynnumst við nýrri fjölskyldu og sjáum hvernig hún býr.
Ástin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?
Dönsk heimildarmynd um það sem tekur við þegar kær ástvinur deyr. Rætt er við fólk um það hvernig það tekst við missi og sorg. Þegar lífið er of erfitt styðjumst við mannfólk við helgisiði og venjur. Hjá mörgum verða til siðir til að halda minningu þess látna á lofti.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Albert Albertsson ólst upp í miðbæ Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Með reynslu sinni, þekkingu og gildismati hefur hann haft frumkvæði að því að breyta iðnaðarúrgangi í verðmæti.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2020 og hitti landann fyrir uppi á fjöllum, úti í garði, á tjaldsvæðinu, vinnustaðnum, hjólastígnum og víðar.
Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og fleiri.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.
Holly er mætt aftur og heldur áfram baráttu sinni í tónlistinni og í einkalífinu.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar.
Unnsteinn Manuel flytur lagið Er þetta ást? Með honum er Sveinbjörn Thorarensen. Lagið er eftir Pál Óskar Hjálmtýsson og Brynhildi Björnsdóttur.
Íþróttafréttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elvar Örn Egilsson.
Landinn fer í gleðijóga í Garðabæ og heimsækir Cathy Ann Josephson á Vopnafirði sem aðstoðar afkomendur vestur Íslendinga við að finna rætur sínar. Við skoðum glænýtt skrifstofuhótel í Stykkishólmi, förum í heimsókn í Fagradal í Mýrdal og skellum okkur líka í hundasleðaferð.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Þrautseigja og lífsþrá hafa fært Sissu Sigurðardóttur kraft til að ganga til móts við hvern dag full eftirvæntingar. Sissa fékk skyndilega heilablæðingu og lamaðist fyrir sautján árum.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Veðmálasíða Henrýs fer á hausinn, en gamall vinur lofar að hjálpa honum. Hekla sér eftir öllu. Skarphéðinn kaupir sér BMW og fer í handboltapartí á Kjarvalssstöðum. Brynja missir tökin.
Sænskir sakamálaþættir sem gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Líf og örlög fjögurra ókunnugra einstaklinga samtvinnast eftir að tveir ferðamenn finnast myrtir í tjaldi í Norður-Svíþjóð. Meðal leikenda eru Asta Kamma August, Rolf Lassgård og Alba August. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.
Chela og Chiquita hafa verið saman í yfir 30 ár. Þær eru af auðugum ættum en eru nú komnar í fjárhagsvanda. Þegar Chiquita endar í fangelsi fyrir tilraun til fjársvika þarf Chela að aðlagast nýju lífi. Aðalhlutverk: Norma Codas, Margarita Irun og Ana Brun. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.