Silfuröld revíunnar

8. þáttur. Revían kemur víða við

Revíur á ýmsum stöðum á landinu verða teknar fyrir í þessum þætti, m.a. Vestmannaeyjarevían „Við brimsorfna kletta" 1989 og „Hólmavíkurrevían" 1990, en Lýður Ægisson samdi lag fyrir hina fyrrnefndu og Ásdís Jónsdóttir fyrir hina síðarnefndu. Einnig verður fjallað um söngleikinn „Stína Wóler“ eftir Hafliða Magnússon sem sýndur var á Bíldudal 1988, en tónlistarhöfundar voru Hafliði sjálfur og Ástvaldur Jónsson.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfuröld revíunnar

Silfuröld revíunnar

Í Silfuröld revíunnar verður fjallað um íslenskar revíur frá 1960 og til okkar daga. Margir halda svo til engar revíur hafi verið samdar hér á þeim tíma, en þær eru fleiri en ætla mætti. Það vita t.d. ekki allir lögin „Úti í Hamborg" eftir Jón Sigurðsson, „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Segðu mér það, vindur" eftir Geirmund Valtýsson eru upphaflega revíulög. Meðal rithöfunda sem komið hafa við sögu revíunnar á þessum áratugum eru Jökull Jakobsson, Þórarinn Eldjárn og Þorvaldur Þorsteinsson, og af tónskáldum nefna Magnús Ingimarsson, Gunnar Þórðarson og Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,