Silfuröld revíunnar

5. þáttur. Að endurlífga gömlu revíuna

Áhugi á revíum jókst í lok 8. áratugarins og árið 1981 var sýnd í Reykjavík revían „Lagt í pottinn" eftir Þránd Thoroddsen og Gunnar Gunnarsson, sem Atli Heimir Sveinsson og Kjartan Ólafsson sömdu tónlist við. Skömmu síðar var sýnd „Íslenska revían" eftir Gérard Lemarquis, en í henni voru sungin gömul revíulög með breyttum textum. Stakir skopádeilusöngvar eftir íslenska höfunda komu einnig fram, svo sem lagið „Þótt mengunin við börnum okkar blasi" sem Flosi Ólafsson söng í sjónvarpi 1986 við lag Magnúsar Ingimarssonar.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfuröld revíunnar

Silfuröld revíunnar

Í Silfuröld revíunnar verður fjallað um íslenskar revíur frá 1960 og til okkar daga. Margir halda svo til engar revíur hafi verið samdar hér á þeim tíma, en þær eru fleiri en ætla mætti. Það vita t.d. ekki allir lögin „Úti í Hamborg" eftir Jón Sigurðsson, „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Segðu mér það, vindur" eftir Geirmund Valtýsson eru upphaflega revíulög. Meðal rithöfunda sem komið hafa við sögu revíunnar á þessum áratugum eru Jökull Jakobsson, Þórarinn Eldjárn og Þorvaldur Þorsteinsson, og af tónskáldum nefna Magnús Ingimarsson, Gunnar Þórðarson og Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,