Silfuröld revíunnar

3. þáttur. Alvörukróna úr heiðskíru lofti

Í þessum þætti verður fjallað um revíurnar „Alvörukrónan anno 1960" eftir Gunnar M. Magnúss og Jónas Jónasson, og „Úr heiðskíru lofti" eftir Jón Sigurðsson og fleiri, en hún var sýnd 1967. Báðar þessar revíur skildu eftir sig vinsæl lög: „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Úti í Hamborg" og „Hugsaðu heim" eftir Jón Sigurðsson.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfuröld revíunnar

Silfuröld revíunnar

Í Silfuröld revíunnar verður fjallað um íslenskar revíur frá 1960 og til okkar daga. Margir halda svo til engar revíur hafi verið samdar hér á þeim tíma, en þær eru fleiri en ætla mætti. Það vita t.d. ekki allir lögin „Úti í Hamborg" eftir Jón Sigurðsson, „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Segðu mér það, vindur" eftir Geirmund Valtýsson eru upphaflega revíulög. Meðal rithöfunda sem komið hafa við sögu revíunnar á þessum áratugum eru Jökull Jakobsson, Þórarinn Eldjárn og Þorvaldur Þorsteinsson, og af tónskáldum nefna Magnús Ingimarsson, Gunnar Þórðarson og Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,