Silfuröld revíunnar
Í Silfuröld revíunnar verður fjallað um íslenskar revíur frá 1960 og til okkar daga. Margir halda að svo til engar revíur hafi verið samdar hér á þeim tíma, en þær eru fleiri en ætla mætti. Það vita t.d. ekki allir að lögin „Úti í Hamborg" eftir Jón Sigurðsson, „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Segðu mér það, vindur" eftir Geirmund Valtýsson eru upphaflega revíulög. Meðal rithöfunda sem komið hafa við sögu revíunnar á þessum áratugum eru Jökull Jakobsson, Þórarinn Eldjárn og Þorvaldur Þorsteinsson, og af tónskáldum má nefna Magnús Ingimarsson, Gunnar Þórðarson og Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.