Silfuröld revíunnar

7. þáttur. Þetta hefur aldrei skeð

Viðfangsefni þessa þáttar eru revíur á Norðurlandi, en á Akureyri 1980 kom fram Kabarett L.A. eftir Guðmund Sæmundsson og 1981 Sumarrevía Sjálfstæðishússins eftir Þorvald Þorsteinsson og Hermann Arason, þar sem Hermann samdi sum lögin. Einnig verður fjallað um Sauðárkróksrevíur Hilmis Jóhannessonar, svo sem „Hvað heldurðu mar?" 1988 og „Það sem aldrei hefur skeð" 1990, en fyrir þær samdi Geirmundur Valtýsson lög. Freyvangskabarettarnir í Eyjafirði koma einnig við sögu.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfuröld revíunnar

Silfuröld revíunnar

Í Silfuröld revíunnar verður fjallað um íslenskar revíur frá 1960 og til okkar daga. Margir halda svo til engar revíur hafi verið samdar hér á þeim tíma, en þær eru fleiri en ætla mætti. Það vita t.d. ekki allir lögin „Úti í Hamborg" eftir Jón Sigurðsson, „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Segðu mér það, vindur" eftir Geirmund Valtýsson eru upphaflega revíulög. Meðal rithöfunda sem komið hafa við sögu revíunnar á þessum áratugum eru Jökull Jakobsson, Þórarinn Eldjárn og Þorvaldur Þorsteinsson, og af tónskáldum nefna Magnús Ingimarsson, Gunnar Þórðarson og Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,