Silfuröld revíunnar

4. þáttur. Matthildingar mættir til leiks

Snemma á 8. áratugnum urðu vinsælir útvarpsþættir undir heitinu „Útvarp Matthildur", en umsjónarmenn voru Þórarinn Eldjárn, Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson. Þeir áttu allir eftir semja revíur: Davíð og Hrafn sömdu revíuna „Íslendingaspjöll" sem LR sýndi árið 1974 og Þórarinn samdi ásamt Jóni Hjartarsyni revíuna „Skornir skammtar" sem sýnd var hjá LR leikárið 1980-81. Fleiri grínistar settu svip á 8. áratuginn, svo sem Halli og Laddi.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfuröld revíunnar

Silfuröld revíunnar

Í Silfuröld revíunnar verður fjallað um íslenskar revíur frá 1960 og til okkar daga. Margir halda svo til engar revíur hafi verið samdar hér á þeim tíma, en þær eru fleiri en ætla mætti. Það vita t.d. ekki allir lögin „Úti í Hamborg" eftir Jón Sigurðsson, „Kvöldljóð" eftir Jónas Jónasson og „Segðu mér það, vindur" eftir Geirmund Valtýsson eru upphaflega revíulög. Meðal rithöfunda sem komið hafa við sögu revíunnar á þessum áratugum eru Jökull Jakobsson, Þórarinn Eldjárn og Þorvaldur Þorsteinsson, og af tónskáldum nefna Magnús Ingimarsson, Gunnar Þórðarson og Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,