Litla flugan

Danshljómsveitir í útvarpssal #2

Litla flugan situr sem fastast í segulbandasafni útvarpsins og dregur fram þessu sinni tvær upptökur úr útvarpssal frá árunum 1975 og 1977. Pónik og Einar syngja lög af dansgólfinu í Sigtúni, s.s. Please mr. Postman og I can help. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur flytja 17. júní dagskrá með erlendum lögum við íslenska texta, m.a. ABBA-lagið Money money money og Bugsy Malone-lagið My name is Tallulah. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

21. júní 2014

Aðgengilegt til

15. nóv. 2024
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,