Litla flugan

One Mint Julep

Nat King Cole bregður fyrir sig spænskunni í Piel Canela og Perfidia, lögum sem á sínum tíma voru á efnisskrá latínhljómsveitar Xaviers Cugat. Íslenskir söngfuglar fóður við hæfi á músíkferðalagi Litlu flugunnar um miðbæinn, milli hljóðfæraverslunar Sigríðar Helgadóttur, Músíkbúðarinnar og Drangeyjar, og í lokin er boðið upp á suðurríkja-svaladrykkinn Mint Julep í flutningi söngsveitarinnar The Clovers. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

7. júní 2014

Aðgengilegt til

1. nóv. 2024
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,