Fastir punktar

Veitingastofan Prikið

Í þættinum er fjallað um veitingastaðinn Prikið. Í upphafi er rakin saga lóðarinnar og hvaða hús voru þar í upphafi og hvaða breytingar hafa verið gerðar á húsinu fram til dagsins í dag.

Þorkell Valdimarsson, sonur Valdimars Þórðarsonar (Silli og Valdi), rifjar upp sögu staðarins meðan hann hét Adlon og segir frá ýmsu tengdu staðnum. Þá gengur einn af fastagestum staðarins í dag um húsið og segir frá innréttingunum og hvaða gestir sóttu staðinn.

Ólafur Guðmundsson sótti staðinn lengi vel meðan hann hét Adlon og hann segir frá upplifun sinni af staðnum og hvað gerði hann sérstakan. Þá er rætt við Guðfinn Karlsson núverandi eigandsa staðarins og þá sér í lagi um innréttinguna.

Umsjón: Kristín Helgadóttir.

Frumflutt

2. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fastir punktar

Fastir punktar

Kristín Helgadóttir skoðar nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem voru þekkt í borgarlífinu árið 2005 og ræðir við eigendur og viðskiptavini.

Þættir

,