Fastir punktar

Hársnyrtistofan Nikk

Í þessum þætti er farið í heimsókn á hársnyrtistofuna Nikk, Kirkjutorgi 6. Þar ræður ríkjum Guðlaugur Jónsson, hárgreiðslumeistari, sem almennt gengur undir nafninu Gulli og hefur starfað þar frá 1984.

Hann segir frá forverum sínum, hvernig hann tók þá ákvörðun verða hárgreiðslumeistari eða öllu heldur hvað varð til þess. Auk þess segir hann frá hve starfið útheimtir mikið í hárgreiðslumeistaranum blundi sálfræðingur. Þangað koma háir sem lágir og í gegnum tíðina hefur myndast mikill vinskapur milli hans og kúnnanna sem eru fjölmargir. Einnig er talað við fasta kúnna um hver Gulli er og hann svarar þeirri spurningu sjálfur. Þeir sem talað er við eru prófessor Sigurjón Einarsson og Hólmfríður Garðarsdóttir.

Umsjón: Kristín Helgadóttir.

Frumflutt

18. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fastir punktar

Fastir punktar

Kristín Helgadóttir skoðar nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem voru þekkt í borgarlífinu árið 2005 og ræðir við eigendur og viðskiptavini.

Þættir

,