Fastir punktar

Mokka kaffihús

Þátturinn er helgaður Mokka kaffihúsinu á Skólavörðustíg. Dregin er upp mynd af tíðarandanum þegar Mokka opnaði, þann 24. maí 1958. Gestir kaffihússins teknir tali og rætt við eigendur staðarins, Guðmund Baldursson og Guðnýju Guðmundsdóttur á kaffihúsinu sjálfu og gamalli gestabók flett og lesnar stökur viðskiptavina.

Umsjón: Kristín Helgadóttir.

Frumflutt

21. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fastir punktar

Fastir punktar

Kristín Helgadóttir skoðar nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem voru þekkt í borgarlífinu árið 2005 og ræðir við eigendur og viðskiptavini.

Þættir

,