Á tónsviðinu

Anton Bruckner

Á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu tónskáldsins Antons Bruckner, en hann fæddist í þorpinu Ansfelden í Austurríki 3. september 1824. Í tilefni af þessu verður þátturinn helgaður Bruckner þessu sinni. Hann var eitt af merkustu tónskáldum 19. aldar, en samdi einkum verk af tvennu tagi: annars vegar sinfóníur, hins vegar trúarleg kórverk. Í þættinum verða leiknir kaflar úr sinfóníu hans nr.4 og strengjakvintett í F-dúr auk stuttra söngverka. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

28. des. 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,