12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 27. júlí 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Veðurstofan varar við því að hlaup kunni að vera að hefjast við Mýrdalsjökul. Aukin rafleiðni hefur mælst í ám umhverfis jökulinn. Fólk er varað við að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul.

Að minnsta kosti 30 manns voru drepnir og yfir 100 særðust í loftárás Ísraelsmanna á skóla í Deir-al Balah á Gaza í morgun.

Unnið er að því að leysa vanda fósturforeldra, sem fá ekki aðgang að rafrænum upplýsingum um börnin sín. Teymisstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu vísar ábyrgðinni til ráðuneyta.

Landspítali segir að álag sé gríðarlegt á spítalanun og sérstaklega á bráðamóttöku í Fossvogi. Ef fólk þarf á læknisaðstoð að halda og veit ekki hvert það á að leita er það hvatt til að hringja í síma 1700.

Bílaumboðið Brimborg segir að misskilningur hafi valdið því að mynd af Höllu Tómasdóttur verðandi forseta hafi ratað á Facebooksíðu fyrirtækisins. Myndin hefur verið fjarlægð að beiðni Höllu

Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll klukkan tvö í dag.

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee reið á vaðið fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í París í morgun. Hann komst ekki í undanúrslit í hundrað metra bringusundi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,