Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þrjár vikur eru til Alþingiskosninga. Samfylking og Viðreisn njóta mest fylgis kjósenda samkvæmt nýjustu könnun - Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur koma þar á eftir. Þóra Ásgeirsdóttir hjá Maskínu fór yfir stöðuna með okkur, við skoðuðum þróunina undan farið og veltum framhaldinu fyrir okkur.
Flestir þekkja orðið ókei. Líklega þykir það ekki gott mál að segja ókei til samþykkis en það hefur nú verið gert um langt árabil og er orðið að finna í orðabókum; “ókei, ég skal þvo upp. Ókei, þá er þetta tilbúið” segir í skýringum. Út er komin 300 blaðsíðna bók um ókei. Í henni leitar höfundurinn, Sigurður Ægisson, að upphafi og sögu þessa þekktasta orðatiltækis í heimi. Sigurður kom til okkar.
Við lyftum svo andanum með Magnúsi Lyngdal Magnússyni. Það er ekki bara í nútímatónlist sem notast er við stef eða búta úr klassískum verkum. Ýmis klassísk tónskáld hafa líka nýtt sér stef héðan og þaðan í tónverkum sínum. Við heyrðum nokkur dæmi af því.
Tónlist:
Brunaliðið - Ég er á leiðinni.
Mannakorn - Hudson bay.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Eftir árás japanska hersins á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor árið 1941 voru nærri 120 þúsund Bandaríkjamenn af japönskum ættum gerðir brottrækir af heimilum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna, og sendir í fangabúðir þar sem þeir dvöldu nær öll stríðsárin. Fæstir fanganna höfðu nokkuð til saka unnið annað en að eiga ættir að rekja til óvinaríkisins Japan, og stór hluti þeirra voru bandarískir ríkisborgarar. Uppfærð útgáfa af þætti frá 2017.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn var Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sigrún hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og lauk bakkalárprófi frá Curtis tónlistarháskólanum í Philadelphiu í Bandaríkjunum 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna; varð í öðru sæti í Leopold Mozart keppninni árið 1987, hlaut bronsverðlaun í Síbelíusar-keppninni árið 1990 og önnur verðlaun í Carl Flesch keppninni árið 1992. Sama ár hlaut hún bjartsýnisverðlaun Brøste. Hennar er getið sem eins af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth og hún hefur gegnt stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 og sama ár var hún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Við fórum með Sigrúnu aftur í tímann á æskuslóðirnar í Garðabæ og hún sagði okkur hvenær fiðlan kom inn í hennar líf, hún talaði um námið og keppnisskapið og frá erfiðri reynslu þegar hún handleggsbrotnaði í Svíþjóð árið 2022.
Í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti töluðum við aðeins meira um færeysku matreiðslubókina og þær athugasemdir sem komu frá glöggum hlustendum í kjölfarið og svo töluðum við um kjötbollur og kalkúnahakk.
Tónlist í þættinum
Óvissan / Guðmundur Rafnkell Gíslason (Björn Hafþór Guðmundsson)
Minning / Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir (Þórarinn Guðmundsson)
Schindler’s List meginstef / Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sigrún Eðvaldsdóttir (John Williams höfundur, stjórnandi Daníel Bjarnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkið verður af milljörðum ef ekki tekst að afgreiða frumvarp um kílómetragjald fyrir kosningar. Fjármálaráðherra segir þingmenn tvístígandi vegna kosninganna.
Fellihýsi og gróðurhús tókust á loft í stormi á Vestfjörðum í gær. Rúður sprungu í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.
Fimm voru fluttir á sjúkrahús og tugir handteknir eftir að ráðist var á stuðningsmenn ísraelsks fótboltaliðs í Amsterdam í gærkvöld. Þjóðarleiðtogar fordæma ofbeldið og segja það skýrt dæmi um aukna gyðingaandúð.
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ekki tímabært að bregðast við beiðni Landhelgisgæslunnar um aukin fjárframlög á næsta ári. Gæslan vill hátt í milljarð króna.
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Reyni Traustasyni og útgefanda Mannlífs fyrir endurbirtingu á minningargrein úr Morgunblaðinu. Sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Framkvæmdastjóri HIV Íslands segir mörg dæmi um að fólk hafi fengið alnæmi hér á landi vegna þess að ekki var prófað fyrir HIV smiti í tíma. Svo virðist sem HIV sé að gleymast.
Reykjavík er í viðræðum við áhugasaman kaupanda að Perlunni í Öskjuhlíð. Tilboðið hljóðar upp á þrjá og hálfan milljarð króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til til viðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal.
Landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta átti vart orð til að lýsa ánægju sinni með liðið eftir tapleik gegn fyrna sterku liði Slóvakíu í gær.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á fleygiferð nú þegar 22 dagar eru til Alþingiskosninga. Hvað ræður úrslitum þegar fólk gerir upp hug sinn og ákveður hvaða flokk það ætlar að kjósa? Við spurðum kjósendur á hverju þeir byggja sínar ákvarðanir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-08
Kef Time - Telegrafin telleri.
Hassan, Mariem - El Jinete.
Srinagar, Mustaq Ahmad de - Kalyan.
Taha, Rachid, Orient club - Ida.
Thant, Yi Yi, Maung, Inle Myint - Lonely in the forest.
Obliqsound - Virgin Forest.
Marino Rivero, René - Mirinaque.
Schuler Folk Ensemble - Passionsweise.
Danish String Quartet - Stormpolskan.
Fanfara Tirana - Mediterrané # 1.
Í þættinum er reynt að leita svara við þeirri spurningu af hverju Þórbergur Þórðarson hefur þokað í bakgrunninn og einnig hvað þurfti að gera til að hífa hann þaðan upp. Þess vegna er spurt: Er Þórbergur einstæðingur eða fjölskyldumaður í íslenskum bókmenntum. Þessari spurningu svara Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur, Hallgrímur Helgason rithöfundur og Pétur Gunnarsson rithöfundur. Umsjón: Atli Freyr Steinþórsson.
Þátturinn er endurfluttur í tilefni af fimmtugustu ártíð skáldsins, sem fæddist 12. mars 1888 og lést 12. nóvember 1974. (Áður á dagskrá 2004)
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar að þessu sinni er platan Verst af öllu með Ríó Tríói, sem kom út árið 1976. Á plötunni eru tólf lög, tíu erlend og tvö íslensk, sem öll eru með íslenskum textum Jónasar Friðriks Guðnasonar. Platan sló í gegn á sínum tíma, seldist afar vel og fékk heilt yfir góða dóma í blöðum.
A-hlið: Ég vil elska, Verst af öllu, Eina nótt, Siggi Jóns, Einn á báti og Allir eru að gera það.
B-hlið: Óli Jó, Ungfrúin dansar, Bimbó, Týndi maðurinn, Stebbi og Lína og Kvennaskólapía.
Umsjón: Stefán Eiríksson.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Læknar og kennarar geta ekki fengið kjarabætur umfram aðra segir forsætisráðherra, það myndi setja fyrri samninga í uppnám. Verkfallsaðgerðir kennara hafa staðið í á aðra viku og læknar hafa boðað til verkfalls frá 25. nóvember. Lítið þokast í viðræðum.
Dýralæknir segir að skoða þurfi að hætta að nota yfirborðsvatn sem neysluvatn. Skæð E-kólíbaktería sé orðin hluti af íslenskri náttúru.
Borgarfulltrúi fagnar niðurstöðu úrskurðarnefndar sem felldi úr gildi umdeilt deiliskipulag í vesturbæ Reykjavíkur. Annað hefði grafið undan öllum lögum um verndarsvæði í byggð að hans mati.
Lagt er til að sérstakt áhættumat verði unnið til þess að meta áhættu í jöklaferðum hér á landi. Þetta er á meðal sex tillagna sem sérstakur hópur ráðuneytisstjóra vann í tengslum við banaslys á Breiðamerkurjökli.
Og Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag tilnefndur til bandarísku Grammy-verðlaunanna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump hefur sagst ætla að loka landamærunum í suðri og moka út fleiri ólöglegum innflytjendum en dæmi eru um - og hann ætlar ekki bara að reisa áþreifanlegar landamæragirðingar og -múra, heldur líka tollmúra, enn hærri en hann innleiddi í fyrri forsetatíð sinni, og þá allra helst til að hamla gegn kínverskum innflutningi.
Í Slóvakíu sáust greinileg merki þess þegar óvinveitt ríki reyndu að hafa áhrif á úrslit kosninga. Og hjá Evrópusambandinu hafa menn viðrað áhyggjur sínar af vörnum gegn áróðursvél Rússa í kosningum. En hvernig er þetta á Íslandi? Stafar Íslandi einhver ógn af þessu?
Kona á Akureyri sem glímir við fötlun segist finna fyrir aukinni einangrun því nær ekkert félagsstarf með jafningjum er í boði fyrir hana í bænum. Hún segir erfitt að skilja hvers vegna fatlað fólk sitji ekki við sama borð og aðrir í félagsstarfi.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum hljóma eftirfarandi lög: Hopelessly Devoted to You með Oliviu Newton-John, Grease með Frankie Valli, Beast of Burden með Rolling Stones, Right Down the Line með Gerry Rafferty, Kiss You All Over með Exile, You Make Me Feel Like Dancing með Leo Sayer, She's Always a Woman með Billy Joel, You Needed Me með Anne Murray, Sweet Talkin' Woman með ELO og Whenever I Call You "Friend" með Kenny Loggins og Stevie Nicks. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum er reynt að leita svara við þeirri spurningu af hverju Þórbergur Þórðarson hefur þokað í bakgrunninn og einnig hvað þurfti að gera til að hífa hann þaðan upp. Þess vegna er spurt: Er Þórbergur einstæðingur eða fjölskyldumaður í íslenskum bókmenntum. Þessari spurningu svara Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur, Hallgrímur Helgason rithöfundur og Pétur Gunnarsson rithöfundur. Umsjón: Atli Freyr Steinþórsson.
Þátturinn er endurfluttur í tilefni af fimmtugustu ártíð skáldsins, sem fæddist 12. mars 1888 og lést 12. nóvember 1974. (Áður á dagskrá 2004)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn var Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sigrún hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og lauk bakkalárprófi frá Curtis tónlistarháskólanum í Philadelphiu í Bandaríkjunum 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna; varð í öðru sæti í Leopold Mozart keppninni árið 1987, hlaut bronsverðlaun í Síbelíusar-keppninni árið 1990 og önnur verðlaun í Carl Flesch keppninni árið 1992. Sama ár hlaut hún bjartsýnisverðlaun Brøste. Hennar er getið sem eins af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth og hún hefur gegnt stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 og sama ár var hún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Við fórum með Sigrúnu aftur í tímann á æskuslóðirnar í Garðabæ og hún sagði okkur hvenær fiðlan kom inn í hennar líf, hún talaði um námið og keppnisskapið og frá erfiðri reynslu þegar hún handleggsbrotnaði í Svíþjóð árið 2022.
Í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti töluðum við aðeins meira um færeysku matreiðslubókina og þær athugasemdir sem komu frá glöggum hlustendum í kjölfarið og svo töluðum við um kjötbollur og kalkúnahakk.
Tónlist í þættinum
Óvissan / Guðmundur Rafnkell Gíslason (Björn Hafþór Guðmundsson)
Minning / Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir (Þórarinn Guðmundsson)
Schindler’s List meginstef / Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sigrún Eðvaldsdóttir (John Williams höfundur, stjórnandi Daníel Bjarnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Brynjólfur Þorsteinsson, rithöfundur, Eldar Ástþórsson, hjá CCP og Anna María Bogadóttir, arkitekt og rithöfundur fara yfir menningarvikuna í Endastöðinni.
Útvarpsfréttir.
Læknar samþykktu með afgerandi hætti að boða til verkfalls frá og með 25. nóvember. Verkfallið nær til allra vinnustaða lækna og á eftir að hafa mikil áhrif, að sögn Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands. Hún kemur til okkar.
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur sem mikið hefur skrifað um Þýskaland, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Óvissuástand er í þýskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin sprakk þar í fyrradag og þá eru á morgun 35 ár frá falli Berlínarmúrsins.
Við ræðum stöðuna á íslenska hlutabréfamarkaðinum við Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, en íslenska hlutabréfavísitalan hefur hækkað mun meira en þær norrænu á árinu.
Við og við heyrum við talað um hið meinta djúpríki. Meðal annars hefur það verið nefnt bæði í kosningabaráttunni hér heima og í Bandaríkjunum. En hvað í ósköpunum er þetta? Eiríkur Bergmann fer yfir þessa miklu samsæriskenningu með okkur.
Við ræðum við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, en lögreglumenn hafa verið samningslausir í um sjö mánuði.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur, fréttamanni á Morgunblaðinu, og Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Á síðasta föstudags lagalista fólksins fengum við glæpapopp. Glæpalög, glæpaflytjendur bara allskonar glæpi.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-08
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
MADONNA - Like A Prayer.
SSSÓL - Síðan Hittumst Við Aftur.
THE SPECIALS - Gangsters.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
DIZZEE RASCAL FT. CALVIN HARRIS - Dance Wiv Me (Spilar á Airwaves 2016).
Bryan Ferry - Slave To Love.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla.
Elín Hall - Hafið er svart.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
Franklin, Aretha - Ain't no way.
Gossip - Standing In The Way Of Control.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
DAFT PUNK - Get Lucky.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
COSMIC KIDS - Never Going Back.
PÁLL ÓSKAR - Betra Líf.
STEREO MC's - Connected (edit).
FLIGHT OF THE CONCHORDS - Business Time.
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Dina Ögon - Mormor.
Perez, Gigi - Sailor Song.
SANDRA - Hi! Hi! Hi!.
Malen - Anywhere.
CHILDISH GAMBINO - This Is America.
Magdalena Bay - Image.
PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn.
Boney M. - Ma Baker.
COOLIO - Gangsta's paradise.
THE CLASH - Bankrobber.
BOBBY FULLER FOUR - I Fought The Law.
Inner Circle - Bad boys.
Móri - Atvinnukrimmi.
M.I.A. - Paper Planes.
FUN LOVIN' CRIMINALS - Scooby Snacks.
QUARASHI - Stick'em up.
ELVIS PRESLEY - Jailhouse Rock.
Marley, Bob, Wailers, The - I shot the sheriff.
STUÐMENN - Bíólagið.
TALKING HEADS - Psycho killer (live).
START - Sekur.
TOM JONES - Delilah (Jubilee).
HERBERT GUÐMUNDSSON - Can't Walk Away.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkið verður af milljörðum ef ekki tekst að afgreiða frumvarp um kílómetragjald fyrir kosningar. Fjármálaráðherra segir þingmenn tvístígandi vegna kosninganna.
Fellihýsi og gróðurhús tókust á loft í stormi á Vestfjörðum í gær. Rúður sprungu í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.
Fimm voru fluttir á sjúkrahús og tugir handteknir eftir að ráðist var á stuðningsmenn ísraelsks fótboltaliðs í Amsterdam í gærkvöld. Þjóðarleiðtogar fordæma ofbeldið og segja það skýrt dæmi um aukna gyðingaandúð.
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ekki tímabært að bregðast við beiðni Landhelgisgæslunnar um aukin fjárframlög á næsta ári. Gæslan vill hátt í milljarð króna.
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Reyni Traustasyni og útgefanda Mannlífs fyrir endurbirtingu á minningargrein úr Morgunblaðinu. Sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Framkvæmdastjóri HIV Íslands segir mörg dæmi um að fólk hafi fengið alnæmi hér á landi vegna þess að ekki var prófað fyrir HIV smiti í tíma. Svo virðist sem HIV sé að gleymast.
Reykjavík er í viðræðum við áhugasaman kaupanda að Perlunni í Öskjuhlíð. Tilboðið hljóðar upp á þrjá og hálfan milljarð króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til til viðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal.
Landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta átti vart orð til að lýsa ánægju sinni með liðið eftir tapleik gegn fyrna sterku liði Slóvakíu í gær.
Þossi og Kalli eru í beinni frá Iceland Airwaves og skila stemmingunni úr miðbæ Reykjavíkur beint til hlustenda.
Airwaves gleðin hélt áfram, strákarnir voru á sínum stað, Kalli í Efstaleitinu og Þossi á Parliment hótelinu höfuðstöðvum Airwaves í ár. Þar tók hann á móti Sycamore Tree, Kára Sturlusyni, Helga Má og Pétri Ben og á milli viðtala voru ljúfir tónar spilaðir.
Inspector Spacetime - Kenndu mér.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri (with Damon Albarn).
SunDog - Spinning Out.
TAME IMPALA - Borderline.
Queens of the Stone Age - Make it with Chu.
Sycamore tree - I feel tonight.
Beck, Beck - Dreams (radio edit - explicit) (bonus track mp3).
Yara, Uche - Yesterday I was in London.
ARCADE FIRE - Everything Now.
War On Drugs, The - Change (Single Vers.).
Silvurdrongur - Mánadrongur.
Tausen, Dania O., Finsson, Ragnar - Kanst tú fylgja mær?.
Kælan mikla - Kalt.
Gorillaz - Last living souls.
Spacestation - Hvítt vín.
TV On The Radio - DLZ.
Modem - Trabant.
Tove Lo, Hippie Sabotage - Stay high (Habits remix) (bonus track mp3).
KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.
Weeknd, The - The hills (clean).
FUFANU - Just me.
Freyjólfur, Celebs - Bíttu mig.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Lambrini Girls - Company Culture (Explicit).
THE VACCINES - If You Wanna.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Geimvera.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Opus Kink - I Wanna Live With You.
MÍNUS - The Long Face.
Juno Paul - Incel.
Við ræddum fyrirhugaða skattlagningu á nikótínpúðum og rafrettum. Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi er lagt til að tekið verði upp 20 króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og 40 krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum. Landlæknisembættið hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Eigandi nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens er ósáttur og innflutnings- og dreifingafyrirtækið Dufland tekur í sama streng. Bjarni Freyr Guðmundsson, eigandi Duflands heildsölu kom til okkar.
Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025 ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður. Af þessu hafa doktorsnemar og nýdoktorar miklar áhyggjur. Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir eru meðal þeirra sem telja þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Þær Katrín nýdoktor og Svava Dögg doktorsnemi komu til okkar.
Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. Hvernig gerist svona ? Jóhann Már Helgason sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga kom til okkar og fór yfir það með okkur.
Kleinudagurinn er á sunnudaginn, en sá góði dagur hefur heldur betur fest sig í sessi og þá fögnum við öllu sem að kleinunni snýr. Haukur Guðmundsson, yfirbakari hjá IKEA, er ekki óvanur því að baka kleinur allan ársins hring, en hversu margar kleinur þarf hann og hans fólk að baka... já eða steikja réttara sagt.. fyrir þennan stærsta kleinusöludag ársins. Við heyrðum í Hauki.
Föstudagsgesturinn var ekki af verri endanum, eða tónlistarmaðurinn Floni. Floni sendi nýverið frá sér plötu og hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann gaf sér tíma til að setjast með okkur skemmtilegt spjall.
Á sunnudaginn kemur er ár frá rýmingu í Grindavík, ár þar sem bæjarbúar hafa dreifst um landið og lifað í óvissu um framtíð bæjarins síns. Þrátt fyrir það hafa Grindvíkingar náð að halda úti keppnisliðum í íþróttum og ýmis konar félagsstarfi, m.a. kórnum Grindavíkurdætrum. Þær ætla á sunnudaginn að halda tónleika í Hljómahöll í Reykjanesbæ og á línunni hjá okkur var Berta Dröfn Ómarsdóttir kórstjóri.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Læknar og kennarar geta ekki fengið kjarabætur umfram aðra segir forsætisráðherra, það myndi setja fyrri samninga í uppnám. Verkfallsaðgerðir kennara hafa staðið í á aðra viku og læknar hafa boðað til verkfalls frá 25. nóvember. Lítið þokast í viðræðum.
Dýralæknir segir að skoða þurfi að hætta að nota yfirborðsvatn sem neysluvatn. Skæð E-kólíbaktería sé orðin hluti af íslenskri náttúru.
Borgarfulltrúi fagnar niðurstöðu úrskurðarnefndar sem felldi úr gildi umdeilt deiliskipulag í vesturbæ Reykjavíkur. Annað hefði grafið undan öllum lögum um verndarsvæði í byggð að hans mati.
Lagt er til að sérstakt áhættumat verði unnið til þess að meta áhættu í jöklaferðum hér á landi. Þetta er á meðal sex tillagna sem sérstakur hópur ráðuneytisstjóra vann í tengslum við banaslys á Breiðamerkurjökli.
Og Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag tilnefndur til bandarísku Grammy-verðlaunanna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump hefur sagst ætla að loka landamærunum í suðri og moka út fleiri ólöglegum innflytjendum en dæmi eru um - og hann ætlar ekki bara að reisa áþreifanlegar landamæragirðingar og -múra, heldur líka tollmúra, enn hærri en hann innleiddi í fyrri forsetatíð sinni, og þá allra helst til að hamla gegn kínverskum innflutningi.
Í Slóvakíu sáust greinileg merki þess þegar óvinveitt ríki reyndu að hafa áhrif á úrslit kosninga. Og hjá Evrópusambandinu hafa menn viðrað áhyggjur sínar af vörnum gegn áróðursvél Rússa í kosningum. En hvernig er þetta á Íslandi? Stafar Íslandi einhver ógn af þessu?
Kona á Akureyri sem glímir við fötlun segist finna fyrir aukinni einangrun því nær ekkert félagsstarf með jafningjum er í boði fyrir hana í bænum. Hún segir erfitt að skilja hvers vegna fatlað fólk sitji ekki við sama borð og aðrir í félagsstarfi.
Öll lög þáttarins tengjast Quincy Jones á einn eða annan hátt, hafa tekið innblástur frá hans verkum eða honum tengdum.
Lagalisti:
LL Cool J ft. Boyz II Men – Hey Lover
Nas – It Ain't Hard to Tell
Big Sean ft. Eminem – No Favors
Ludacris – Number One Spot
2Pac ft. K-Ci & JoJo – How Do U Want It
Mobb Deep – Shook Ones Pt. II
The Pharcyde – Passin' Me By
Fréttastofa RÚV.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Í þætti kvöldsins spilum við tónlist frá listamönnum úr heimi danstónlistarinnar sem koma fram á Airwaves hátiðinni nú um helgina. Carl Craig verður að sjálfsögðu á sínum stað enda að koma fram í Gamla Bíó þetta sama kvöld. Hann mun t.d.eiga eina af múmíum kvöldsins, lag sem sat á toppi PartyZone listans fyrir nákvæmlega 30 árum síðan. Plötusnúður kvöldsins er enginn annar er DJ Tommi oft kenndur við Positive Vibrations. Hann verður fyrir aftan spilarana í seinni hluta þáttarins og handmixar eðal hústóna ofan í landsmenn.