12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 8. nóvember 2024
HádegisfréttirHádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ríkið verður af milljörðum ef ekki tekst að afgreiða frumvarp um kílómetragjald fyrir kosningar. Fjármálaráðherra segir þingmenn tvístígandi vegna kosninganna.

Fellihýsi og gróðurhús tókust á loft í stormi á Vestfjörðum í gær. Rúður sprungu í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.

Fimm voru fluttir á sjúkrahús og tugir handteknir eftir að ráðist var á stuðningsmenn ísraelsks fótboltaliðs í Amsterdam í gærkvöld. Þjóðarleiðtogar fordæma ofbeldið og segja það skýrt dæmi um aukna gyðingaandúð.

Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ekki tímabært að bregðast við beiðni Landhelgisgæslunnar um aukin fjárframlög á næsta ári. Gæslan vill hátt í milljarð króna.

Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Reyni Traustasyni og útgefanda Mannlífs fyrir endurbirtingu á minningargrein úr Morgunblaðinu. Sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Framkvæmdastjóri HIV Íslands segir mörg dæmi um að fólk hafi fengið alnæmi hér á landi vegna þess að ekki var prófað fyrir HIV smiti í tíma. Svo virðist sem HIV sé að gleymast.

Reykjavík er í viðræðum við áhugasaman kaupanda að Perlunni í Öskjuhlíð. Tilboðið hljóðar upp á þrjá og hálfan milljarð króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til til viðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal.

Landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta átti vart orð til að lýsa ánægju sinni með liðið eftir tapleik gegn fyrna sterku liði Slóvakíu í gær.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,