22:05
Útihátíð
Fyrsti þáttur: Upp á palli
Útihátíð

Í þessum þáttum er skoðuð saga íslensku útihátíðarinnar sem var hér allsráðandi í sumarstemningunni á ofanverðri síðustu öld. Farið verður í ferðalag aftur í tímann með viðkomu í Atlavík, Húnaveri, Eldborg, Herjólfsdal og víðar. Fjöldi góðra gesta koma í þáttinn og segja sögur af liðnum útihátíðum sem ýmist gengu vel eða ekki eins vel.

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

Í fyrsta þættinum skoðum við upphaf útihátíða á Íslandi eftir miðja síðustu öld. Við skoðum sérstaklega stórar hátíðir sem fram fóru á tímabilinu 1968-1980. Komið verður við í Húsafelli, við fræðumst um Saltvík 71 og Rauðhettuhátíðir sem haldnar voru við Úlfljótsvatn.

Viðmælendur í þættinum eru Stefán Pálsson, Jakob Frímann Magnússon, Magnús Kjartansson, Sigríður Beinteinsdóttir og Árni Guðmundsson.

Lögin í þættinum:

Útihátíð - Greifarnir

Nótt í Atlavík - Álftagerðisbræður

Vor í Vaglaskógi - Hljómsveit Ingimars Eydal

All my loving - Bítlarnir

Fortunate son : Creedence Clearwater Revival

Ég vil fara upp í sveit - Ellý Vilhjálms

Sveitapiltsins draumur - Hljómar

Í sól og sumaryl - Hljómsveit Ingimars Eydal

With a little help from my friends - Joe Cocker

To be Grateful - Trúbrot

Disco Frisco - Ljósin í bænum

Rabbits - Paradís

Ég er á leiðinni - Brunaliðið

Ó ljúfa líf - Pops og Flosi Ólafsson

Sísí - Grýlurnar

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 8 mín.
e
Endurflutt.
,