14:03
Verkalýðsbaráttan í söngvum
Þó að framtíð sé falin
Verkalýðsbaráttan í söngvum

Í þáttunum er fjallað um verkalýðsbaráttusöngva frá frönsku byltingunni 1789 til nútímans.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir

Í þessum þætti verður fjallað um baráttusöngva frá frönsku byltingunni 1789 til Parísarkommúnunnar 1871. Meðal þess sem kemur við sögu er uppreisn þýskra vefara 1844, en hún var bæld niður með hörku og um það orti Heinrich Heine ljóðið „Vefjarslag“. Í lok þáttarins verður fluttur frægasti verkalýðsbaráttusöngur allra tíma, Internationalinn, en höfundur hans, Eugène Pottier, tók þátt í Parísarkommúnunni 1871.

Lesari: Leifur Hauksson.

Var aðgengilegt til 09. október 2024.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,