Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi í Eyðibýlinu er Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756. Hann var því uppi á tíma Upplýsingarinnar svokölluðu, en hún fólst í breyttum viðhorfum sem margir heimspekingar, rithöfundar og stjórnmálamenn boðuðu á 18. öld. Þekking og vísindi áttu að koma í staðinn fyrir hjátrú eða trúarkreddur, miskunnsemi og mannúð átti að koma í stað grimmilegra refsinga, og einnig var boðað aukið frelsi og jafnrétti. Viðhorf Upplýsingarstefnunnar setja svip sinn á margar af tónsmíðum Mozarts og má þar til dæmis nefna óperurnar "Brúðkaup Fígarós", "La clemenza di Tito" og "Töfraflautuna". Í þættinum verða leiknar tónsmíðar eftir Mozart þar sem finna má áhrif frá Upplýsingarstefnunni. Einnig verður fjallað um kynni Magnúsar Stephensen af óperunni "Töfraflautunni" árið 1826, en Magnús var einmitt helsti forkólfur Upplýsingarstefnunnar á Íslandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.
Umsjón: Halldór Hauksson.
Í Kreisleriönu, op. 16, kastar Schumann sér út í kynjaheim rithöfundarins E.T.A. Hoffmanns og finnur þar sögupersónuna sem verkið dregur nafn sitt af, hinn sérvitra og taumlausa tónlistarmann Johannes Kreisler. Schumann átti marga drætti sameiginlega með Kreisler, báðir hentust þeir sífellt á milli örvæntingar og alsælu og áttu á tíðum erfitt með að fóta sig í samfélagi manna. Kreisleriana er því að vissu leyti bæði lýsing á sögupersónu í bók og á tónskáldinu sjálfu. Tíðar og ofsalegar skapsveiflur mannanna tveggja fá ríkulegan hljómgrunn í tónlistinni.
Lesarar með umsjónarmanni eru Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þættinum er fjallað um skáldsögu Daniels Defoe „Robinson Kruso". Rætt er um raunverulega fyrirmynd hetjunnar og fjallað um eyjuna sem lausn undan oki siðmenningarinnar. Inn í textann er fléttað ljóði Jóns úr Vör „Stillt og hljótt", sem og broti úr ljóðabálknum „Heimkynni við sjó" eftir Hannes Pétursson.
Guðsþjónusta.
Séra María Rut Baldursdóttir þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti og kórstjóri er Arnhildur Valgarðsdóttir. Kór Guðríðarkirkju syngur.
Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og Júlíus Kristjánsson leikur á básúnu. Lesarar eru félagar úr Kór Guðríðarkirkju: Anna Jóhannesdóttir, Auður Sigurðardóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Guðbjörg Drengsdóttir, Guðríður Sirrý Gunnarsdóttir, Guðrún Þóra Garðarsdóttir, Laufey Þóra Friðriksdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir.
TÓNLIST:
Forspil: Vocalise, Sergei Rachmaninoff, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og Arnhildur Valgarðsdóttir á flygil.
Sálmur 273. Stjörnur og sól. Lag: Egil Hovland. Texti: Lilja S. Kristjánsdóttir.
Sálmur 265. Þig lofar, faðir, líf og önd. Lag frá 10. öld við texta Sr. Sigurbjörns Einarssonar.
Kórsöngur milli ritningarlestra: Með bæninni kemur ljósið, Írska þjóðlagið The Last rose of summer, við íslenskan texta Páls Óskars Hjálmtýssonar og Brynhildar Björnsdóttur.
Sálmur 474. Lofsyngið Drottni. Lag: Georg Friedrich Handel úr Óratoríunni Judas Maccabeus. Texti: Valdemar V. Snævarr.
Sálmur 83b. Sú trú sem fjöllin flytur. Lag: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Texti: Helgi Hálfdánarsonar.
Eftir predikun:
Sálmur159. Fræ í frosti sefur. Franskt lag frá 16. öld. Texti: Sr. Sigurbjörn Einarsson, útsetning Shirley McRae.
Sálmur 575, Mig lát Jesú með þér ganga. Lag: Wolfgang Wessnitzer. Texti: Valdemar Briem.
Eftirspil: Kórsöngur, Kvöldsigling. Lag: Gísli Helgason. Texti: Jón Sigurðssonar.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher er sakaður um brot á vopnahléssamningum - bæði á Gaza og í Líbanon. Bandaríkjaforseti leggur til fjöldabrottflutning fólks frá Gaza til Jórdaínu og Egyptalands.
Lögregla vopnaðist í nótt eftir að tilkynnt var um mann með skammbyssu á almannafæri í austurborg Reykjavíkur. Maðurinn sést á upptökum beina byssunni að hópi ungmenna. Hans er leitað.
Viðbúnaðarstig verður líklegast hækkað í þessari eða næstu viku vegna áframhaldandi landriss á Sundhnúksgígaröðinni.
Dómsmálaráðherra vill stytta biðtíma eftir fangelsisvist. Hún skilur ekki hvernig núverandi ástand í fangelsismálum hefur fengið að viðgangast.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins eftir hádegi.
Gert er ráð fyrir að ný vatnslögn verði lögð til Vestmannaeyja þar næsta sumar - tvö þúsund tuttugu og sex. Ríkið greiðir tæpan þriðjung kostnaðar en bærinn vill að hlutfallið sé hærra.
Auðkýfingurinn Elon Musk vonar að harðlínuflokknum AfD gangi vel í þingkosningunum í Þýskalandi og leiðtogi hans verði næsti kanslari. Musk ávarpaði kosningafund AfD í gærkvöld.
Tónlistarkonan Björk segir Íslendinga eiga eftir að finna upp náttúruverndarlög, þau séu ekki til hér á landi. Lag sem hún gaf út í samstarfi við spænsku söngkonuna Rosalíu gerir þeim kleift að sækja mál gegn starfsemi opinna sjókvía.
Margir kattaeigendur leita nú leiða til að stytta dýrum sínum stundir - sem þurfa að hanga inni vegna fuglaflensu.
Karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í milliriðli HM í dag. Ísland getur enn komist í 8-liða úrslit en þarf að treysta á önnur lið.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnumst við góðgerðarhetjunni Joshua Williams, einni af upphafsröddunum í hverjum þætti. Hann hefur unnið við góðgerðarmál síðan hann var fjögurra ára! Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við Hrefnu Þórarinsdóttur sem sér um ungmennastaf 10-12 ára í hinsegin félagsmiðstöðinni. Þær ræða baráttu hinsegin fólks og bakslag, en líka sigra eins og í Taílandi þar sem lögleiðing samkynja hjónabanda tók gildi í vikunni.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Agnar Sturla Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og rannsóknarprófessor við HÍ, segir frá þeim heimildum um þróun mannsins og sögu sem lesa má úr erfðaefni hans. Sigríður Sunna Ebenesersdóttir segir frá rannsókn sinni á nokkuð sérstöku hvatberaerfðaefni í sumum Sunnlendingum.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Á tónleikum í Tíbrá Salarins í Kópavogi 24. nóvember sl frumflutti Cauda Collective glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinett- og saxófónleikara og tónskáld, stórsveitarmanninn Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld.
Sigrún Jónsdóttir (f. 1989)
- Ég fann rödd (2024) Vókalísa fyrir sópran og strengjatríó
1. Uppgjör 2. Ég fann rödd 3. Andakt
Samúel Jón Samúelsson
- Þrjár vögguvísur (2024) I. II. III.
Hildegard von Bingen (1098–1179)
-Söngvar Úrsúlu (2024) Byggt á Tíðasöngvum heilagrar Úrsúlu
1. Friðarkross eftir Sigrúnu Harðardóttur 2. Öskur Úrsúlu eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur 3. Hunangskambur eftir Þóru Margréti Sveinsdóttur 4. Ó, djúprauða blóð eftir Björk Níelsdóttur
Haukur Gröndal (f. 1975)
- Sjö hvísl sálarinnar (2024) 1. Upphaf 2. Tár 3. Hjarta 4. Orð 5. Von 6. Ljós 7. Endir
Hafdís Bjarnadóttir (f. 1977)
-Hyrnan 6 (2024)
-Romsa – Veður (2018. Útsetning 2024)
Flytjendur: Cauda Collective: Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir, Björk Níelsdóttir.
Birgir Jon Birgisson hljóðritaði fyrir rás.
Einnig hljómar í þættinum:
Alban Berg - Lyrische suite : three movements arranged for string orchestra (1928)
Fílharmóníuhljómsveitin í New York undir stjórn Pierre Boulez. Hljóðritun frá 1980
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Fyrstu Íslendingarnir sem skrifa ferðasögur eiga allir leið um Kaupmannahöfn. Hvernig varð þeim við að koma frá þessari afskekktu eyju í aldagamla borg? Hvernig mótaði hún sjálfsmynd þeirra?
Rætt við Steinunni Ingu Óttarsdóttur og Gunnþórunni Guðmundsdóttur.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur. Hann sendi frá sér tvær stórar og miklar bækur á síðasta ári. Annars vegar Rauði krossinn á Íslandi - hundrað ára saga og hins vegar Börn í Reykjavík. Við spurðum hann aðeins út í þessar bækur og fengum svo auðvitað að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur
Himintungl yfir heimsins ystu brún e. Jón Kalman Stefánsson
Jörundur hundadagakonungur e. Sarah Bakewell
Sögur Jóns Trausta, t.d. Anna frá Stóruborg, Sögur úr Skaftáreldum
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Agnar Sturla Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og rannsóknarprófessor við HÍ, segir frá þeim heimildum um þróun mannsins og sögu sem lesa má úr erfðaefni hans. Sigríður Sunna Ebenesersdóttir segir frá rannsókn sinni á nokkuð sérstöku hvatberaerfðaefni í sumum Sunnlendingum.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Fjallað er um björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði, endurnýjun skipaflota landsins og eitt af eftirminnilegustu útköllum áhafnar Hannesar.
Umsjón: Bryndís Ósk Pálsdóttir
Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Kristín Bergs býður hlustendum í Afróbúggí þar sem tónlistararfur Afríku er í brennidepli.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher er sakaður um brot á vopnahléssamningum - bæði á Gaza og í Líbanon. Bandaríkjaforseti leggur til fjöldabrottflutning fólks frá Gaza til Jórdaínu og Egyptalands.
Lögregla vopnaðist í nótt eftir að tilkynnt var um mann með skammbyssu á almannafæri í austurborg Reykjavíkur. Maðurinn sést á upptökum beina byssunni að hópi ungmenna. Hans er leitað.
Viðbúnaðarstig verður líklegast hækkað í þessari eða næstu viku vegna áframhaldandi landriss á Sundhnúksgígaröðinni.
Dómsmálaráðherra vill stytta biðtíma eftir fangelsisvist. Hún skilur ekki hvernig núverandi ástand í fangelsismálum hefur fengið að viðgangast.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins eftir hádegi.
Gert er ráð fyrir að ný vatnslögn verði lögð til Vestmannaeyja þar næsta sumar - tvö þúsund tuttugu og sex. Ríkið greiðir tæpan þriðjung kostnaðar en bærinn vill að hlutfallið sé hærra.
Auðkýfingurinn Elon Musk vonar að harðlínuflokknum AfD gangi vel í þingkosningunum í Þýskalandi og leiðtogi hans verði næsti kanslari. Musk ávarpaði kosningafund AfD í gærkvöld.
Tónlistarkonan Björk segir Íslendinga eiga eftir að finna upp náttúruverndarlög, þau séu ekki til hér á landi. Lag sem hún gaf út í samstarfi við spænsku söngkonuna Rosalíu gerir þeim kleift að sækja mál gegn starfsemi opinna sjókvía.
Margir kattaeigendur leita nú leiða til að stytta dýrum sínum stundir - sem þurfa að hanga inni vegna fuglaflensu.
Karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í milliriðli HM í dag. Ísland getur enn komist í 8-liða úrslit en þarf að treysta á önnur lið.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Aðeins ein varða dagsins því handboltalýsing stytti þáttinn. En sú varða var topplagið í Bandaríkjunum frá 1987 sem er At this moment með Billy Vera & the Beaters.
Lagalisti:
Utangarðsmenn - Kyrrlátt Kvöld.
U2 - Vertigo.
Lola Young - Messy.
Coldplay - Viva La Vida.
13:00
Spacestation - Í draumalandinu.
Bob Marley and the Wailers - Jamming.
Todmobile - Ég Heyri Raddir.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Michael Jackson - Earth Song.
Billy Vera & The Beaters - At this moment.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Lloyd Cole and the Commotions - Lost Weekend.
Morgan Wallen - Love Somebody.
TOTO - Hold The Line.
Hjálmar - Vor.
Simple Minds - Promised You a Miracle.
Paramore - Still into you.
The Doobie Brothers - Takin' It To The Streets.
14:00
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
James - Laid.
DJ Ötzi - Hey baby.
Handboltalandsiðið 1985/1986 - Allt að verða vitlaust.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson lýsti landsleik Íslands og Argentínu á HM í handbolta.
Bein útsending frá leik Íslands og Argentínu í milliriðlum á HM karla í handbolta.
Lýsandi er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Það eru tvær magnaðar konur í aðalhlutverki í Rokklandi í dag – Reykvískar tónlistarkonur – Ellen kristjáns og Björk.
***Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk tónlistakonunnar Bjarkar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1.febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan.
***Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin t.a.m. umhverfismál, jafnrétti og femínisma.
***Ný heimildarmynd um Ellen kristjáns verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Hún heitir Engin önnur en ég ér og er mjög persónuleg.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Fyrsta Upprás ársins átti sér stað þann 14. janúar og við ólátabelgirnir létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta! Á tónleikunum komu fram hugleiðsluþungarokks hljómsveitin Osmē, skógláps tónlistarkonan Áslaug Dungal og raftónlistarkonan rauður.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
TORFI - LÁRÉTT
Slummi, Jamesendir - Galdrasnerill
Ingilín - Autotune 1
IDK IDA - Tomorrow’s Heartache
asdfhg. - Þeim er að dreyma
Helena Sif - Ferð í Hagkaup
Aftenging - Keyrsla
Linus Orri - Lynch pin tattoo
Laglegt - hælsærislagið (sumarbústaða demo)
elíott - magapína demó
Áslaug Dungal - Cold Dreams
Osmē - (upptaka frá Upprásinni, 14.01.2025)
Áslaug Dungal - (upptaka frá Upprásinni, 14.01.2025)
Áslaug Dungal - Aftur og aftur (upptaka frá Upprásinni, 14.01.2025)
rauður - My world pt. 2 (upptaka frá Upprásinni, 14.01.2025)
rauður - Svartholið (upptaka frá Upprásinni, 14.01.2025)
égheitiandrés - að deyja, sofna og ekkert framar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Þessa vikuna fáum við til okkar tónlistarkonuna Iðunni Einars, sem hefur nýlega gefið út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Í hennar heimi. Platan er myrk, draumkennd og full af dulspeki, þar sem hún leiðir okkur í gegnum hugarheim milli svefns og vöku. Við ætlum að ræða við hana um innblásturinn á bak við þetta heildarverk, sköpunarferlið og áhrif tónlistarinnar á hennar líf.