Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Góður svefn er mikilvægur en því miður sefur fólk misvel. Erna Sif Arnardóttir svefnfræðingur spjallaði vítt og breitt um svefn og rannsóknir á svefni og gæðum svefns. Athuganir sýna að margir Íslendingar sofa hvorki nægilega lengi né vel. Erna sagði líka frá verkefni sem snýr að því að venja fólk af svefnlyfjum.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, færði okkur tíðindi úr stjórnmálunum í Evrópu og ræddi líka við Elísabetu Gunnarsdóttur sem á dögunum tók við þjálfun belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta.
85 ár eru í dag síðan Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, var jarðsunginn á Þingvöllum. Hann hvílir í þjóðargrafreitnum sem var hugmynd og hugarfóstur Jónasar frá Hriflu, og það þrátt fyrir að fram hafi komið á sínum tíma að vilji hans stæði til að hvíla við hlið föður síns í Hólavallakirkjugarði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rifjaði þessa sögu upp.
Tónlist:
Andante con moto - Glenn Gould,
Engin önnur en ég er - Ellen Kristjánsdóttir,
Elska þig - Ellen Kristjánsdóttir og Mannakorn,
Esta melodia - Marisa Monte,
Væringjar - Guðmundur Jónsson og Ólafur Vignir Albertsson,
Reykjavík - Ragnhildur Gísladóttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Bandaríska söngkonan og gítarleikarinn Susan Tedeschi var ekki gömul þegar hún stóð fyrst á sviði. Hún er frá Boston og útskrifaðist úr Berklee tónlistarskólanum árið 1990 þegar hún var 20 ára. Fljótlega eftir það stofnaði hún eigin hljómsveit og fékk plötusamning. Fyrsta platan var gefin út árið 1995 og í þættinum verða leikin lög sem hún hefur hljóðritað frá 1995 til 2008. Í næsta þætti verður sagt frá hljómsveitinni Tedeschi Trucks Band sem Susan Tedeschi stýrir ásamt eiginmanni sínum Derek Trucks. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hjartastuðtæki á vinnustöðum hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og bjargað mannlífum. Tíminn í slíkum atburðum skiptir öllu máli og . Ef hjartastopp á sér stað þá er mikilvægt að gefa rafstuð eins fljótt og auðið er og ef það næst að gefa rafstuð innan einni mínútu frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 90%. Ef það næst að gefa rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 70%. Um 200 hjartastopp eiga sér stað árlega á Íslandi en talið er að einungis 20% lifa það af. Með fjölgun hjartastuðtækja er hægt að bjarga fleiri mannslífum. Meira um hjartastuðtæki hér á eftir. Sigríður Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Fastus og hjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu.
Við höfum verið með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli á mánudögum eftir áramót og Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í fjármálum heimilanna, kom því til okkar í dag og í dag fjallaði um hvernig hægt er að greiða hraðar niður lán og stefna að skuldleysi, auk þess sem hann svaraði spurningu sem hann fékk frá hlustanda.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðmundur Einar Láru Sigurðsson, leikstjóri og grínisti. Hann er í grínhópnum Kanarí og leikstýrt sjónvarpsþáttum hópsins, hann er meðlimur í Improv Ísland og er nú að undirbúa uppistandssýningu, þar sem hann verður einn á sviðinu heilt kvöld. En Guðmundur Einar sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðmundur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Bernska og Gift e. Tove Ditlevsen
Svartfugl e. Gunnar Gunnarsson
The New Comedy Bible e. Judy Carter
Astrid Lindgren, t.d. Bróðir minn Ljónshjarta
Halldór Laxness, t.d. Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk
Tónlist í þættinum:
Mánudagur / KK band (Kristján Kristjánsson og Kormákur Geirharðsson)
Monday, Monday / Mamas and Papas (John Philips)
Suddenly Monday / Melanie C. (Matt Rowe, Richard Frederick Stannard, Melanie Chisholm & Julian Gallagher)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann myndi verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast með konunni sinni.
Þess í stað hvarf hann sporlaust.
Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.
Where is Jón? má finna á hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.
Þegar manneskja hverfur skipta tvö tímabil öllu máli: Klukkustundirnar 48 áður og eftir að manneskjan sést síðast á lífi. Innan þess tímaramma er líklegast að vísbendingar finnist um það sem gæti hafa gerst.
Við hefjum því söguna, þáttaröðina alla, á því að rekja síðustu 48 klukkustundirnar áður en Jón Þröstur Jónsson hvarf.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við rifjum upp hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem styttist óðum í að verði afhent, við gerum smá úrklippu úr umfjöllunum gagnrýnenda um nokkrar bækur.
Í bókinni Gengið til friðar: Saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju 1946 til 2006 er langur og ítarlegur kafli um áhrif herstöðvarinnar á íslenskar bókmenntir en mörg skáld gerðu veru hers á Íslandi og stríð að yrkisefni sínu áratugum saman. Einar Ólafsson skáld og bókavörður segir frá.
Og stríð og bókmenntir halda svo áfram í lokin - við förum býsna langt aftur í vestrænni bókmenntasögu, eins langt og hægt er mætti alveg segja. Í lok þáttar fjöllum við um söguljóð Hómers, Ilíonskvðu. Gottskálk Jensson prófessor í bókmenntafræði kemur til mín og segir frá heiftarreiði Akkilesar, orsök og afleiðingum, meðal annars í samhengi við bókina Akkiles í Víetnam eftir bandaríska sálfræðinginn Dr. Jonathan Shay. Hvernig tala Hómerskviður til fólks næstum 3000 árum síðar?
Viðmælendur: Einar Ólafsson og Gottskálk Jensson
Upplestur: Svava Jakobsdóttir les úr Leigjandanum, Arnar Jónsson les ljóðið Stríð eftir Ara Jósefsson og Erlingur Gíslason les upphafið að Ilíonskviðu
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Allt er svart í myrkrinu, Á eftir dimmum skýjum og Undir sjöunda þili eru bækur um Tinnu sem sér drauga. Elísabet Thoroddsen segir okkur frá því hvernig bækurnar urðu til og hverju við eigum von á frá henni næst. Bókaormurinn Arna Guðrún segir okkur frá þríleiknum og útskýrir af hverju þessar bækur eru öðruvísi en aðrar bækur sem hún les.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Á tónleikum í Tíbrá Salarins í Kópavogi 24. nóvember sl frumflutti Cauda Collective glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinett- og saxófónleikara og tónskáld, stórsveitarmanninn Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld.
Sigrún Jónsdóttir (f. 1989)
- Ég fann rödd (2024) Vókalísa fyrir sópran og strengjatríó
1. Uppgjör 2. Ég fann rödd 3. Andakt
Samúel Jón Samúelsson
- Þrjár vögguvísur (2024) I. II. III.
Hildegard von Bingen (1098–1179)
-Söngvar Úrsúlu (2024) Byggt á Tíðasöngvum heilagrar Úrsúlu
1. Friðarkross eftir Sigrúnu Harðardóttur 2. Öskur Úrsúlu eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur 3. Hunangskambur eftir Þóru Margréti Sveinsdóttur 4. Ó, djúprauða blóð eftir Björk Níelsdóttur
Haukur Gröndal (f. 1975)
- Sjö hvísl sálarinnar (2024) 1. Upphaf 2. Tár 3. Hjarta 4. Orð 5. Von 6. Ljós 7. Endir
Hafdís Bjarnadóttir (f. 1977)
-Hyrnan 6 (2024)
-Romsa – Veður (2018. Útsetning 2024)
Flytjendur: Cauda Collective: Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir, Björk Níelsdóttir.
Birgir Jon Birgisson hljóðritaði fyrir rás.
Einnig hljómar í þættinum:
Alban Berg - Lyrische suite : three movements arranged for string orchestra (1928)
Fílharmóníuhljómsveitin í New York undir stjórn Pierre Boulez. Hljóðritun frá 1980
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hjartastuðtæki á vinnustöðum hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og bjargað mannlífum. Tíminn í slíkum atburðum skiptir öllu máli og . Ef hjartastopp á sér stað þá er mikilvægt að gefa rafstuð eins fljótt og auðið er og ef það næst að gefa rafstuð innan einni mínútu frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 90%. Ef það næst að gefa rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 70%. Um 200 hjartastopp eiga sér stað árlega á Íslandi en talið er að einungis 20% lifa það af. Með fjölgun hjartastuðtækja er hægt að bjarga fleiri mannslífum. Meira um hjartastuðtæki hér á eftir. Sigríður Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Fastus og hjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu.
Við höfum verið með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli á mánudögum eftir áramót og Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í fjármálum heimilanna, kom því til okkar í dag og í dag fjallaði um hvernig hægt er að greiða hraðar niður lán og stefna að skuldleysi, auk þess sem hann svaraði spurningu sem hann fékk frá hlustanda.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðmundur Einar Láru Sigurðsson, leikstjóri og grínisti. Hann er í grínhópnum Kanarí og leikstýrt sjónvarpsþáttum hópsins, hann er meðlimur í Improv Ísland og er nú að undirbúa uppistandssýningu, þar sem hann verður einn á sviðinu heilt kvöld. En Guðmundur Einar sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðmundur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Bernska og Gift e. Tove Ditlevsen
Svartfugl e. Gunnar Gunnarsson
The New Comedy Bible e. Judy Carter
Astrid Lindgren, t.d. Bróðir minn Ljónshjarta
Halldór Laxness, t.d. Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk
Tónlist í þættinum:
Mánudagur / KK band (Kristján Kristjánsson og Kormákur Geirharðsson)
Monday, Monday / Mamas and Papas (John Philips)
Suddenly Monday / Melanie C. (Matt Rowe, Richard Frederick Stannard, Melanie Chisholm & Julian Gallagher)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Heimildin hefur haldið úti metnaðarfullri umfjöllun allt frá ársbyrjun um kolefnisjöfnunartæknina Carbfix og Coda-terminal verkefnið umdeilda í hafnarfirði. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður segir okkur betur frá.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari, ræðir við okkur um kjaradeilu kennara og yfirvofandi verkföll og kærur.
Ísland er úr leik í HM í handbolta þrátt fyrir sigur á Argentínu í gær. Við ræðum mótið og leikina að baki við Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vakti í gær athygli á nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara sem gera lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri 150.000 kr., í stað 10.000 kr. Við ræðum málið og stóru myndina við Þorbjörgu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir reið á vaðið í gær og tilkynnti framboð sitt til formanns sjálfstæðisflokksins. Við spáum í framhaldið og lítum líka á sögu flokksins þegar að kemur að þessum málum með Friðjóni Friðjónssyni.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Björn Jörundur og Daníel Ágúst setjast niður til að ræða ferilinn örlítið, muninn á nútíð og þátíð, nýju plötuna og margt fleira. Svo heyrum við kynningar fyrir hvert lag plötunnar ásamt því að hlusta á lögin líka.