16:05
Síðdegisútvarpið
Dýrtíð í skíðaskálum,frístundastyrkur ,ungbarnasund og Emmy verðlaunahafi
Síðdegisútvarpið

Meðal verðlaunahafa á Emmy-sjónvarpsverðlaununum í Hollywood í vikunni var brellufyrirtækið Stormborn studios sem hlaut verðlaun fyr­ir framúrsk­ar­andi tækni­brell­ur í sjón­varpi. Það hlaut stofan fyrir þættina Five Days at Memorial sem sýndir eru á Apple TV+ og einn liðsmanna teymisins er Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson. Við ætlum að heyra í honum og forvitnast um verkefnið.

Við ætlum að ræða frístundastyrk barna og ungmenna í þættinum á eftir en Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð skrifaði pistil sem birtist á vísi í dag með yfirskriftinni: Þegar jöfnunartæki snýst upp í andhverfu sína - um frístundastyrk sveitarfélaga. Þar talar Bjarney um það mikla gæjuspor sem stigið var þegar frístundastyrkur sveitarfélaga var tekinn upp á sínum tíma með það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu tómstundastarfi. Í ljós hefur þó komið að stór hluti barna nýtir ekki styrkinn og telur Bjarney að gera þurfi breytingar á reglum um úthlutun. Bjarney verður á línunni hjá okkur.

Mörgum brá í brún fyrir helgi þegar að Snorri Magnússon birti færslu á fésbókarsíðu Ungbarnasunds Snorra að loka þyrfti sundlauginni sem hýst hefur ungbarnasundið í áraraðir, til frambúðar. Fjöldi ungbarna bíði eftir að komast aftur í sund eftir jólafrí og fjöldi barna sé á biðlista að byrja á sundnámsskeiði. Að því verði ekki og ekkert plan b sé til. Við ætlum að fá Snorra til okkar á eftir og ræða við hann um stöðuna og spyrja hann út í ungbarnasundið sem hann hefur starfrækt í yfir þrjátíu ár.

Við heyrðum af því að 5,5 g tæknin sé að ryðja sér til rúms hér á landi og okkur leikur forvitni á að vita meira um þá tækni. Til hvers þurfum við hana og munum við finna einhvern mun á henni og þeirri tækni sem við notum núna. Hvernig stöndum við okkur í að þróa og bæta fjarskiptakerfin samanborið við önnur lönd. Og á mannamáli skipta þessi g einhverju máli, altso 3 g, 4 g og 5 g fyrir almenna notendur. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri tækni- og nýsköpunarsviðs Nova kemur til okkar á eftir og við spyrjum hann út í þetta.

Í upphafi nýs árs er gaman að geta treyst á ýmsa ljúfa vorboða að fylgjast með, stórmót í handbolta eru auðvitað vel þegin og mörg okkar bíða spennt eftir en svo fer líka að bresta á með hinni árlegu og stórskemmtilegu Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Fyrsta umferð hefst einmitt í kvöld og við tökum púlsinn á Kristni Óla Haraldssyni sem er nýr spyrill keppninnar og mörg okkar þekkja sem Króla og einum af dómurum og spurningahöfundum, Helgu Margréti Höskuldsdóttur.

Við hjuggum eftir færslu á samfélagsmiðlum frá Kristínu Tómasdóttur, fjölskyldumeðferðarfræðingi og rithöfundi þar sem hún gagnrýndi harðlega framboð á veitingum á skíðasvæðum norðan heiða og hér syðra, sem og verðlaginu og var henni afar heitt í hamsi. Kristín er komin á línuna hér í byrjun þáttar.

Er aðgengilegt til 07. janúar 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,