23:05
Lestin
Golden Globes, geimveruteknó, tjaldbúðirnar, Katrín læknir
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Við rennum yfir helstu sigurvegara Golden Globes verðlaunanna, sem fram fóru í Hollywood í gær. Barbie sem hlaut flestar tilnefningar, sópaði fáum verðlaunum að sér. Sigurvegarar gærkvöldsins voru Oppenheimer í leikstjórn Martin Scorsese og Poor Things úr smiðju Yorgos Lanthimos.

Um helgina kom fjöldi fólks saman á Austurvelli og talið að á fimmta tug manna hafi varið aðfaranótt sunnudags í tjaldbúðunum sem þar hafa staðið í tæpar tvær vikur. Við höldum áfram að kynnast tjaldbúunum og ræðum við íslenska aðgerðasinna sem hafa tekið þátt í mótmælunum.

Svo heyrum við annan þátt úr örseríunni Á samviskunni sem Anna Marsibil Clausen framleiddi 2022. Í þessum þætti verður fjallað um Katrínu Thoroddsen lækni.

Hjalti Freyr Ragnarsson valdi bestu íslensku geimveruteknólögin frá árinu sem var að líða.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,