18:00
Kvöldfréttir
Gosvarnir á Reykjanesskaga, kjaramál og pestir
Kvöldfréttir

Fréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir allt benda til að stutt sé í næsta eldgos á Reykjanesskaga. Hann segir mikilvægt að huga að varnargörðum víðar en þar, til dæmis í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Fyrsti fasi varnargarðanna við Grindavík ætti að verða tilbúinn eftir um tvær vikur. Ari Guðmundsson verkfræðingur segir að garðarnir veiti strax mikilvægt viðbragð, þótt áætlanir séu til um miklu stærri garða.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í fjóra daga á gjörgæslu án þess að Bandaríkjaforseti vissi af því. Þingmenn Repúblikanaflokksins krefjast afsagnar ráðherrans.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist finna vilja hjá sveitarfélögum til að leggja sitt af mörkum til að saman gangi í kjaraviðræðum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mikinn skilning ríkja milli aðila.

Neytendasamtökin segja að gera verði þjóðarsátt um að almenningi verði tryggð raforka á hagstæðu verði segir formaðurinn, Breki Karlsson.

Mikið er um öndunarfærasýkingar, sem veldur álagi á heilbrigðiskerfið, að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Andlát vegna covid eru skráð í hverjum mánuði, en hér geisar þó enginn covid-faraldur, segir Guðrún.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Var aðgengilegt til 07. janúar 2025.
Lengd: 10 mín.
,