Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þorvaldur Víðisson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Mögulegt er að ná jafnrétti á Íslandi fyrir árið 2030, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu fyrir viku síðan. Við ætlum að velta því fyrir okkur hver staðan í jafnréttismálum er og hvað þyrfti til að ná þessu markmiði forsætisráðherra. Þorgerður Jennýardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, ræddi þessi mál.
Um áramótin varð samningurinn um evrópska efnahagssvæðið - EES - 30 ára. Samningurinn er einhver sá viðamesti sem Ísland hefur undirgengist, og breytti miklu, þó hann sé ekki óumdeildur. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var með okkur og ræddi meðal annars um samninginn við sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Kristján Andra Stefánsson.
Valgerður Stefánsdóttir var svo síðasti viðmælandi þáttarins, en rétt fyrir jól varði hún doktorsritgerð sína um uppruna og þróun íslensks táknmáls. Rannsókn hennar er fyrsta heildstæða yfirlitið á íslensku táknmáli og hún komst að ýmsu athyglisverðu. Við ræddum líka við Valgerði um þingsályktunartillögu um nýja málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaáætlun í þeim efnum, en hún var í 30 ár yfir samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir
Tónlist:
Presley, Elvis - Always on my mind.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Presley.
Silva Þórðardóttir - The Thrill is Gone.
Zaz - Si jamais j'oublie (bonus track mp3).
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum er leikin eftirfarandi tónlist.
Gildran: Veturinn verður hlýr.
Uggla: Leið A og Sit í svörtu húmi.
Kristjana Arngrímsdóttir: Ég nefni nafnið þitt og Máninn.
Kjass (Fanney Kristjáns Snólaugardóttir): Please Master og Abba-labba-lá.
Þau: Abba-labba-la og Heyrði ég í hamrinum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við huguðum að aðgengismálum í upphafi þáttar þegar Akureyringurinn Sigrún María Óskarsdóttir kom í spjall til okkar. Sigrún María notar hjólastól og hún lenti í óskemmtilegri reynslu á milli jóla og nýjars þegar hún ákvað að skella sér í bíó. Þegar þangað var komið var hjólastólalyftan í bíóinu biluð og þá tóku við ýmiskonar vandræði. Sigrún María sagði betur frá þessari upplifun sinni í þættinum og hún ræddi líka um hjólastólaaðgengi sérstaklega fyrir norðan.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Undir vinklinum í þetta skipti lenda nokkrar jólabækur, líka ævintýri frá Finnlandi auk þess sem umsjónarmaður stendur sig að því að vera örlítið farinn að hlakka til þess að komast á Þorrablót.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólveig Auðar Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo auðvitað hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirafarandi bækur og höfunda:
The Great Alone e. Kristin Hannah
The Bee Sting e. Paul Murray
North Woods e. Daniel Mason
The Goblin Emperor e. Catherine Addison
Neverwhere e. Neil Gaiman
Ævintýrið e. Vigdísi Grímsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
Come Down Easy / Carole King (Carole King og Toni Stern)
Eldar minninganna / Ellý Vilhjálms, Svanhildur Jakobsdóttir og Einar Hólm (lag Mason & Carr, texti Benedikt Axelsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formenn Miðflokksins og Flokks fólksins telja líklegt að tillaga um vantraust á matvælaráðherra verði lögð fram þegar þing kemur saman eftir jólafrí. Óvíst er hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks kysu gegn tillögunni.
Landris við Svartsengi á Reykjanesskaga er nú meira en það var fyrir eldgosið í síðasta mánuði. Hraðinn á landrisinu hefur aukist á ný, eftir að það hægðist á því í síðustu viku.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hugmyndir um að Gaza-búum á flótta verði komið fyrir fjarri heimkynnum sínum að stríði loknu. Síðar í vikunni hefst aðalmeðferð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna, þar sem Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Gaza.
Formaður Eflingar segir mögulegt að skrifað verði undir kjarasamninga fyrir mánaðamót. Það ræðst þó af útspili stjórnvalda.
Þýskir bændur flykktust í þúsunda tali út á götur og hraðbrautir í Þýskalandi í morgun á traktorunum sínum, til að mótmæla áformum stjórnvalda um að hætta niðurgreiðslum á eldsneyti fyrir bændur. Talsverð röskun hefur orðið á umferð víða um landið vegna mótmælanna.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að skipulags- og leyfismál á Alþingisreitnum verði færð frá borginni til þingsins. Hann vinnur að frumvarpi sem lagt verður fyrir þingið. Tjaldbúðir við Alþingishúsið eru kornið sem fyllti mælinn.
Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á Fljótsdalshéraði undanfarin ár. Heitavatnslindir í Urriðavatni duga í fáeina áratugi.
Kvikmyndin Oppenheimer er sigurvegari Golden Globe verðlaunanna sem voru veitt í nótt.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Nýja árið byrjar ekki vel fyrir ríkisstjórnina. Umboðsmaður Alþingis lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að birta álit sitt um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Að minnsta kosti hjá einhverjum, til dæmis forsvarsmönnum Hvals HF. Þeir ætla í mál. Niðurstaða umboðsmanns er sú að Svandís hafi ekki fylgt meðalhófsreglu með ákvörðun sinni og skort lagaheimild til að gera það sem hún gerði. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í pólitíkinni eftir álit umboðsmanns Alþingis.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Um helgina fór fram óvenjulegt mót, lausnamót gegn textílsóun sem bar yfirskriftina þráðaþon. Aðsóknin fór langt fram úr væntingum mótshaldara, fjöldi teyma lagði nótt við dag í þann rúma sólarhring sem mótið stóð og þróaði hugmyndir sem eiga að taka á textílvanda heimsins, eða í það minnsta einhverjum hluta hans. Aðstandendur þráðaþonsins koma til okkar hér rétt á eftir og með í för fulltrúi úr sigurteyminu, Textílendurvinnslunni, sem ætlar sér stóra hluti hér á Íslandi.
Við ætlum svo að ræða við Gísla Pálsson mannfræðing um Neanderdalsmenn. En Gísli skrifaði grein í Náttúrufræðinginn sem ber titilinn “Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?”
Málfarsmínútan verður á sínum stað og Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kemur til okkar með gamla upptöku úr safninu.
Í heimildarþáttunum Fangar Breta, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum í janúar á RÚV, er fjallað um þá Íslendinga sem handteknir voru af Bretum í seinni heimsstyrjöld og vistaðir í breskum fangelsum án dóms og laga. Í útvarpsþáttunum Fangar Breta: Bakvið rimlana, er skyggnst enn frekar inn í líf þeirra sem þurftu að þola þessar hremmingar og kafað nánar ofan í baksögur fólksins sem flest sat í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Handrit: Sindri Freysson.
Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.
Í þættinum er fjallað nánar um Vestfirðingana sem teknir voru föngum af Bretum og sakaðir um að hafa aðstoðað þýskan flóttamann í upphafi hernáms Íslands. Ein í hópnum, Ilse Häsler, var aðeins sautján ára gömul þegar hún var flutt fangaflutningum frá Ísafirði til Bretlands og látin sitja í fangelsi þegar loftárásir Þjóðverja dundu yfir borgina.
Viðmælendur þáttarins eru: Árni Þór Jónsson, Lárus Jónsson, Valgeir Ómar Jónsson og Ilse Häsler.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Handrit: Sindri Freysson.
Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.
Lestur: Freyr Rögnvaldsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Hallgrímur Indriðason og Guðni Tómasson.
Ritstjóri Hlaðvarpa: Anna Marsibil Clausen.
Sérstakar þakkir: Safnadeild RÚV og Republik Film Productions.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Ágætu hlustendur, árið 2024 hefst á ljóðum og ást. Skortur er á rannsóknum á samtímaljóðum að mati Soffíu Auðar Birgisdóttur, bókmenntafræðings og gagnrýnanda sem nýlega tók við ritstjórn SÓN tímarits um ljóðlist og óðfræði. SÓN hefur verið gefið út af Óðfræðifélaginu Boðn frá árinu 2003 eða í 20 ár og við setjum niður með Soffíu Auði hér rétt á eftir, kynnumst þessu rótgróna tímariti sem samt hefur verið viss kafbátur í íslenskri ljóðalögsögu en framtíðarsýn nýja ritstjórans er skýr og kallar Soffía eftir aukinni umfjöllun og umræðu um samtímaljóðlist.
?Eitt er það orð sem losar okkur undan öllum þunga og sársauka lífsins. Þetta orð er ást,? sagði forngríska leikskáldið Sófókles. Ástarsögufélagið er nýr hópur höfunda og áhugafólks um ástarsögur sem hefur gefið út lítið rit sem kallast Munnbiti og geymir sögur ljóð og prósa eftir 30 höfunda. Þar eru dregnar upp ótal birtingarmyndir ástarinnar; ást á ostum, djamminu, árabátum, ástleysi og sjálfsást, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er fyrsta bókaútgáfa félagsins en meðlimir þess segjast rétt að byrja í sínum athugunum á ástina í gegnum skáldskap. Sem er nauðsynlegt mótvægi við öllu því öllu því þunga, erfiða og óréttláta í heiminum segja þau Guðrún Friðriksdóttir og Andri Freyr Sigurpálsson, sem koma til mín og segja mér frá Munnbita.
Og loks er það ekki bara ást á ljóðum heldur upplestri þeirra. Fátt fer betur í eyrað en vel lesið ljóð. Arnar Jónsson stórleikari hefur lengi haft þann draum að gefa út ljóðaplötu og nú fyrir skemmstu kom út tvöföld vínylplata, Ljóðastund með Arnari þar sem hlusta má á leikarann raddmikla lesa valin ljóð. Hlýðum á ljóð hér undir lokin og viðtal við Arnar um plötuna.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í þætti dagsins ræðum við áhrif lita, leit að fegurð, skynjun handan rökhugsunar, skilgreiningar listasögunnar og margt fleira sem á sér stað í málverkinu, með Sigrúnu Hrólfsdóttur, en sýning hennar Frá Innri-Fagradal í Gallerí Gróttu lýkur um næstu helgi.
Einnig kynnum við okkur Idu Pfeiffer sem ferðaðist um Ísland árið 1885 og heimspekingurinn Freyja Þórsdóttir snýr aftur með nýja pistlaseríu.
Umsjón: Halla Harðardóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við rennum yfir helstu sigurvegara Golden Globes verðlaunanna, sem fram fóru í Hollywood í gær. Barbie sem hlaut flestar tilnefningar, sópaði fáum verðlaunum að sér. Sigurvegarar gærkvöldsins voru Oppenheimer í leikstjórn Martin Scorsese og Poor Things úr smiðju Yorgos Lanthimos.
Um helgina kom fjöldi fólks saman á Austurvelli og talið að á fimmta tug manna hafi varið aðfaranótt sunnudags í tjaldbúðunum sem þar hafa staðið í tæpar tvær vikur. Við höldum áfram að kynnast tjaldbúunum og ræðum við íslenska aðgerðasinna sem hafa tekið þátt í mótmælunum.
Svo heyrum við annan þátt úr örseríunni Á samviskunni sem Anna Marsibil Clausen framleiddi 2022. Í þessum þætti verður fjallað um Katrínu Thoroddsen lækni.
Hjalti Freyr Ragnarsson valdi bestu íslensku geimveruteknólögin frá árinu sem var að líða.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir allt benda til að stutt sé í næsta eldgos á Reykjanesskaga. Hann segir mikilvægt að huga að varnargörðum víðar en þar, til dæmis í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Fyrsti fasi varnargarðanna við Grindavík ætti að verða tilbúinn eftir um tvær vikur. Ari Guðmundsson verkfræðingur segir að garðarnir veiti strax mikilvægt viðbragð, þótt áætlanir séu til um miklu stærri garða.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í fjóra daga á gjörgæslu án þess að Bandaríkjaforseti vissi af því. Þingmenn Repúblikanaflokksins krefjast afsagnar ráðherrans.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist finna vilja hjá sveitarfélögum til að leggja sitt af mörkum til að saman gangi í kjaraviðræðum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mikinn skilning ríkja milli aðila.
Neytendasamtökin segja að gera verði þjóðarsátt um að almenningi verði tryggð raforka á hagstæðu verði segir formaðurinn, Breki Karlsson.
Mikið er um öndunarfærasýkingar, sem veldur álagi á heilbrigðiskerfið, að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Andlát vegna covid eru skráð í hverjum mánuði, en hér geisar þó enginn covid-faraldur, segir Guðrún.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umboðsmaður alþingis birti á föstudag álit á reglugerð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um frestun á hvalveiðum síðasta sumar, þar sem hann segir þessa reglugerð ekki hafa átt sér nægilega skýra stoð í lögum og að ekki hafi verið gætt að kröfum stjórnsýsluréttar um að gæta meðalhófs, þegar hún var innleidd nánast daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Umboðsmaður bendir í sínu áliti á að ráðherra hafi verið með dýravelferarsjónarmið í huga en lögin snúist ekki um dýravelferð - heldur verndun stofnsins og viðhald hans, og segir ráðherra ekki hafa horft til grundvallarreglna um atvinnurétt og atvinnufrelsi. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna með Ævari Erni Jósepssyni.
Baráttu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við hæstarétt landsins er ekki lokið. Meirihluti dómaranna - naumur að vísu - samþykkti á nýársdag að synja lögum staðfestingar sem þingið samþykkti í fyrrasumar. Samkvæmt þeim á að draga úr eftirlitshlutverki hæstaréttar með lagasetningum þingsins. Þannig getur rétturinn fellt lög úr gildi ef hann telur að þau gangi gegn grunnlögunum svonefndu, sem koma í staðinn fyrir hefðbundna stjórnarskrá. Og þetta er ekki allt, eins og Ásgeir Tómasson fer yfir í Spegli dagsins.
Ýmis búnaður á heilbrigðisstofnunum er óaðgengilegur fólki í ofþyngd. Dæmi eru um að fólk passi ekki í rúm, segulómtæki og hjólastóla. Það verður gjarnan til þess að sá hópur fólks veigrar sér við að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fer yfir þetta mál með Helga Þór Leifssyni, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri og Sólveigu SIgurðardóttur, formanni Samtaka fólks með offitu.
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Í Krakkakiljunni í dag hitta þau Emma Nardini og Auðunn Sölvi þrjá rithöfunda og ræða við þau um bækur þeirra. Ásrúnu Magnúsdóttur segir frá nornum í bókinni Brásól Brella, Sævar Helgi Bragason ferðast með okkur um sólkerfið og Nína Björk Jónsdóttir kynnir framúrskarandi konur í bók sinni Íslandsdætur.
Bókaormar: Emma Nardini Jónsdóttir og Auðunn Sölvi Hugason
Rithöfundar: Ásrún Magnúsdóttir, Sævar Helgi Bragason og Nína Björk Jónsdóttir
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum La Scala fílharmóníusveitarinnar sem fram fóru í La Scala óperuhúsinu í Mílanó 20. nóvember s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir John Adams, Béla Bartók og Sergej Rakhmanínov.
Einleikari: Isabelle Faust.
Stjórnandi: Vasily Petrenko.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Um helgina fór fram óvenjulegt mót, lausnamót gegn textílsóun sem bar yfirskriftina þráðaþon. Aðsóknin fór langt fram úr væntingum mótshaldara, fjöldi teyma lagði nótt við dag í þann rúma sólarhring sem mótið stóð og þróaði hugmyndir sem eiga að taka á textílvanda heimsins, eða í það minnsta einhverjum hluta hans. Aðstandendur þráðaþonsins koma til okkar hér rétt á eftir og með í för fulltrúi úr sigurteyminu, Textílendurvinnslunni, sem ætlar sér stóra hluti hér á Íslandi.
Við ætlum svo að ræða við Gísla Pálsson mannfræðing um Neanderdalsmenn. En Gísli skrifaði grein í Náttúrufræðinginn sem ber titilinn “Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?”
Málfarsmínútan verður á sínum stað og Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kemur til okkar með gamla upptöku úr safninu.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við huguðum að aðgengismálum í upphafi þáttar þegar Akureyringurinn Sigrún María Óskarsdóttir kom í spjall til okkar. Sigrún María notar hjólastól og hún lenti í óskemmtilegri reynslu á milli jóla og nýjars þegar hún ákvað að skella sér í bíó. Þegar þangað var komið var hjólastólalyftan í bíóinu biluð og þá tóku við ýmiskonar vandræði. Sigrún María sagði betur frá þessari upplifun sinni í þættinum og hún ræddi líka um hjólastólaaðgengi sérstaklega fyrir norðan.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Undir vinklinum í þetta skipti lenda nokkrar jólabækur, líka ævintýri frá Finnlandi auk þess sem umsjónarmaður stendur sig að því að vera örlítið farinn að hlakka til þess að komast á Þorrablót.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólveig Auðar Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo auðvitað hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirafarandi bækur og höfunda:
The Great Alone e. Kristin Hannah
The Bee Sting e. Paul Murray
North Woods e. Daniel Mason
The Goblin Emperor e. Catherine Addison
Neverwhere e. Neil Gaiman
Ævintýrið e. Vigdísi Grímsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
Come Down Easy / Carole King (Carole King og Toni Stern)
Eldar minninganna / Ellý Vilhjálms, Svanhildur Jakobsdóttir og Einar Hólm (lag Mason & Carr, texti Benedikt Axelsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við rennum yfir helstu sigurvegara Golden Globes verðlaunanna, sem fram fóru í Hollywood í gær. Barbie sem hlaut flestar tilnefningar, sópaði fáum verðlaunum að sér. Sigurvegarar gærkvöldsins voru Oppenheimer í leikstjórn Martin Scorsese og Poor Things úr smiðju Yorgos Lanthimos.
Um helgina kom fjöldi fólks saman á Austurvelli og talið að á fimmta tug manna hafi varið aðfaranótt sunnudags í tjaldbúðunum sem þar hafa staðið í tæpar tvær vikur. Við höldum áfram að kynnast tjaldbúunum og ræðum við íslenska aðgerðasinna sem hafa tekið þátt í mótmælunum.
Svo heyrum við annan þátt úr örseríunni Á samviskunni sem Anna Marsibil Clausen framleiddi 2022. Í þessum þætti verður fjallað um Katrínu Thoroddsen lækni.
Hjalti Freyr Ragnarsson valdi bestu íslensku geimveruteknólögin frá árinu sem var að líða.
Útvarpsfréttir.
Kjaradeilur eru ekki bara til umræðu hér heima, því enn og aftur hafa verkföll nú áhrif á lestarsamgöngur í Bretlandi. Sigrún Sævarsdóttir Griffiths var á línunni frá Lundúnum.
Þessa dagana er í gangi könnun á þjónustu Heilsugæslunnar en niðurstöður hennar eiga að nýtast við að gera þjónustuna hagkvæma, skilvirka og einstaklingsmiðaða. Á sama tíma er umræðan um langan biðtíma og þjónustuskort í heilsugæslunni hávær. Við fengum Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Herdísi Sveinsdóttur prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðufræðideild Háskóla Íslands til okkar og ræddum málið.
Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA7 við veiðar á Rifsbakka á dögunum. Við ræddum við Jónas Karl Þorvaldsson, yfirmann séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar og sprengjusérfræðing, um sprengjur sem finnast reglulega, hvað gæslan gerir þegar þær finnast og almennt um verkefni sprengjusérfræðinganna.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var gestur okkar og við ræddum stöðu kjaraviðræðna, aðkomu stjórnvalda og nýja rannsókn sem leiddi í ljós aukna einangrun lágtekjufólks í Reykjavík.
Við smelltum okkur í vikulegt íþróttaspjall og fengum til okkar Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamann.
The Piper er titill nýjust kvikmyndar leikstjórans Erlings Óttars Thoroddsen, en hann hefur áður leikstýrt m.a. kvikmyndunum Kulda og Rökkri, svo eitthvað sé nefnt. The Piper er væntanleg í bíó hér á landi og við fengum Erling til okkar í spjall og forvitnuðumst um nýju myndina og framtíðarverkefni.
Tónlist:
Valdimar Guðmundsson og Memfismafían - Það styttir alltaf upp.
Davið Bowie - Golden years.
The Libertines - Run run run.
Blur - Charmless man.
GDRN - Parísarhjól.
James Taylor - Fire and rain.
Flott - L'amour.
The Beatles - Don't let me down.
Gus Gus - Ladyshave.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formenn Miðflokksins og Flokks fólksins telja líklegt að tillaga um vantraust á matvælaráðherra verði lögð fram þegar þing kemur saman eftir jólafrí. Óvíst er hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks kysu gegn tillögunni.
Landris við Svartsengi á Reykjanesskaga er nú meira en það var fyrir eldgosið í síðasta mánuði. Hraðinn á landrisinu hefur aukist á ný, eftir að það hægðist á því í síðustu viku.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hugmyndir um að Gaza-búum á flótta verði komið fyrir fjarri heimkynnum sínum að stríði loknu. Síðar í vikunni hefst aðalmeðferð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna, þar sem Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Gaza.
Formaður Eflingar segir mögulegt að skrifað verði undir kjarasamninga fyrir mánaðamót. Það ræðst þó af útspili stjórnvalda.
Þýskir bændur flykktust í þúsunda tali út á götur og hraðbrautir í Þýskalandi í morgun á traktorunum sínum, til að mótmæla áformum stjórnvalda um að hætta niðurgreiðslum á eldsneyti fyrir bændur. Talsverð röskun hefur orðið á umferð víða um landið vegna mótmælanna.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að skipulags- og leyfismál á Alþingisreitnum verði færð frá borginni til þingsins. Hann vinnur að frumvarpi sem lagt verður fyrir þingið. Tjaldbúðir við Alþingishúsið eru kornið sem fyllti mælinn.
Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á Fljótsdalshéraði undanfarin ár. Heitavatnslindir í Urriðavatni duga í fáeina áratugi.
Kvikmyndin Oppenheimer er sigurvegari Golden Globe verðlaunanna sem voru veitt í nótt.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa voru landamæraverðir í Popplandi dagsins. Plata vikunnar kynnt til leiks, platan Premiere með Sölku Vals eða neonme, David Bowie minnst, ný tónlist frá Flott, Gosa, Teddy Swims og fleirum og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað.
BENNI HEMM HEMM & KÓR - París Norðursins.
Dina Ögon - Det läcker.
Jungle - Back On 74.
SuperShy - Keep It Rising.
TWO DOOR CINEMA CLUB - Under Cover Martyn.
The Rolling Stones - You can't always get what you want.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
Flott - Við sögðum aldrei neitt.
Holy Hrafn - Vel, vel, vel....
Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.
STEPHEN SANCHEZ - Until I Found You.
ELVIS PRESLEY - Suspicious Minds.
Gosi - Ófreskja.
neonme - Away we float.
AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.
Björk Guðmundsdóttir Tónlistarm., Rosalia - Oral.
PAUL WELLER - You Do Something To Me.
Teddy Swims - The Door.
SYSTUR - Furðuverur.
PRIMAL SCREAM - Rocks.
Biig Piig - Watch Me.
Inspector Spacetime - Smástund.
Jung Kook - Standing Next to You.
DAVID BOWIE - Lazarus.
DAVID BOWIE- Blackstar.
Zach Bryan & Kacey Musgraves - I Remember Everything.
Johann, JóiPé - Kallinn á tunglinu.
Shirley Bassey - Where Do I Begin (Love Story).
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
Rolling Stones, The - Mess It Up.
BAKAR - Hell N Back.
Harlow, Jack - Lovin On Me.
neonme - Yet again.
D-Block Europe, RAYE söngkona, Cassö - Prada.
NÝDÖNSK - Klæddu Þig.
Magdalena Júlía Mazur Tómasdóttir - Never enough.
FLEETWOOD MAC - Never Going Back Again.
STARSAILOR - Goodsouls.
Superserious - Duckface.
MILKY CHANCE - Stolen Dance.
Pale Moon - Spaghetti.
Japanese House, The - Super Trouper.
Meðal verðlaunahafa á Emmy-sjónvarpsverðlaununum í Hollywood í vikunni var brellufyrirtækið Stormborn studios sem hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi tæknibrellur í sjónvarpi. Það hlaut stofan fyrir þættina Five Days at Memorial sem sýndir eru á Apple TV+ og einn liðsmanna teymisins er Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson. Við ætlum að heyra í honum og forvitnast um verkefnið.
Við ætlum að ræða frístundastyrk barna og ungmenna í þættinum á eftir en Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð skrifaði pistil sem birtist á vísi í dag með yfirskriftinni: Þegar jöfnunartæki snýst upp í andhverfu sína - um frístundastyrk sveitarfélaga. Þar talar Bjarney um það mikla gæjuspor sem stigið var þegar frístundastyrkur sveitarfélaga var tekinn upp á sínum tíma með það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu tómstundastarfi. Í ljós hefur þó komið að stór hluti barna nýtir ekki styrkinn og telur Bjarney að gera þurfi breytingar á reglum um úthlutun. Bjarney verður á línunni hjá okkur.
Mörgum brá í brún fyrir helgi þegar að Snorri Magnússon birti færslu á fésbókarsíðu Ungbarnasunds Snorra að loka þyrfti sundlauginni sem hýst hefur ungbarnasundið í áraraðir, til frambúðar. Fjöldi ungbarna bíði eftir að komast aftur í sund eftir jólafrí og fjöldi barna sé á biðlista að byrja á sundnámsskeiði. Að því verði ekki og ekkert plan b sé til. Við ætlum að fá Snorra til okkar á eftir og ræða við hann um stöðuna og spyrja hann út í ungbarnasundið sem hann hefur starfrækt í yfir þrjátíu ár.
Við heyrðum af því að 5,5 g tæknin sé að ryðja sér til rúms hér á landi og okkur leikur forvitni á að vita meira um þá tækni. Til hvers þurfum við hana og munum við finna einhvern mun á henni og þeirri tækni sem við notum núna. Hvernig stöndum við okkur í að þróa og bæta fjarskiptakerfin samanborið við önnur lönd. Og á mannamáli skipta þessi g einhverju máli, altso 3 g, 4 g og 5 g fyrir almenna notendur. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri tækni- og nýsköpunarsviðs Nova kemur til okkar á eftir og við spyrjum hann út í þetta.
Í upphafi nýs árs er gaman að geta treyst á ýmsa ljúfa vorboða að fylgjast með, stórmót í handbolta eru auðvitað vel þegin og mörg okkar bíða spennt eftir en svo fer líka að bresta á með hinni árlegu og stórskemmtilegu Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Fyrsta umferð hefst einmitt í kvöld og við tökum púlsinn á Kristni Óla Haraldssyni sem er nýr spyrill keppninnar og mörg okkar þekkja sem Króla og einum af dómurum og spurningahöfundum, Helgu Margréti Höskuldsdóttur.
Við hjuggum eftir færslu á samfélagsmiðlum frá Kristínu Tómasdóttur, fjölskyldumeðferðarfræðingi og rithöfundi þar sem hún gagnrýndi harðlega framboð á veitingum á skíðasvæðum norðan heiða og hér syðra, sem og verðlaginu og var henni afar heitt í hamsi. Kristín er komin á línuna hér í byrjun þáttar.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir allt benda til að stutt sé í næsta eldgos á Reykjanesskaga. Hann segir mikilvægt að huga að varnargörðum víðar en þar, til dæmis í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Fyrsti fasi varnargarðanna við Grindavík ætti að verða tilbúinn eftir um tvær vikur. Ari Guðmundsson verkfræðingur segir að garðarnir veiti strax mikilvægt viðbragð, þótt áætlanir séu til um miklu stærri garða.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í fjóra daga á gjörgæslu án þess að Bandaríkjaforseti vissi af því. Þingmenn Repúblikanaflokksins krefjast afsagnar ráðherrans.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist finna vilja hjá sveitarfélögum til að leggja sitt af mörkum til að saman gangi í kjaraviðræðum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mikinn skilning ríkja milli aðila.
Neytendasamtökin segja að gera verði þjóðarsátt um að almenningi verði tryggð raforka á hagstæðu verði segir formaðurinn, Breki Karlsson.
Mikið er um öndunarfærasýkingar, sem veldur álagi á heilbrigðiskerfið, að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Andlát vegna covid eru skráð í hverjum mánuði, en hér geisar þó enginn covid-faraldur, segir Guðrún.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umboðsmaður alþingis birti á föstudag álit á reglugerð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um frestun á hvalveiðum síðasta sumar, þar sem hann segir þessa reglugerð ekki hafa átt sér nægilega skýra stoð í lögum og að ekki hafi verið gætt að kröfum stjórnsýsluréttar um að gæta meðalhófs, þegar hún var innleidd nánast daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Umboðsmaður bendir í sínu áliti á að ráðherra hafi verið með dýravelferarsjónarmið í huga en lögin snúist ekki um dýravelferð - heldur verndun stofnsins og viðhald hans, og segir ráðherra ekki hafa horft til grundvallarreglna um atvinnurétt og atvinnufrelsi. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna með Ævari Erni Jósepssyni.
Baráttu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við hæstarétt landsins er ekki lokið. Meirihluti dómaranna - naumur að vísu - samþykkti á nýársdag að synja lögum staðfestingar sem þingið samþykkti í fyrrasumar. Samkvæmt þeim á að draga úr eftirlitshlutverki hæstaréttar með lagasetningum þingsins. Þannig getur rétturinn fellt lög úr gildi ef hann telur að þau gangi gegn grunnlögunum svonefndu, sem koma í staðinn fyrir hefðbundna stjórnarskrá. Og þetta er ekki allt, eins og Ásgeir Tómasson fer yfir í Spegli dagsins.
Ýmis búnaður á heilbrigðisstofnunum er óaðgengilegur fólki í ofþyngd. Dæmi eru um að fólk passi ekki í rúm, segulómtæki og hjólastóla. Það verður gjarnan til þess að sá hópur fólks veigrar sér við að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fer yfir þetta mál með Helga Þór Leifssyni, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri og Sólveigu SIgurðardóttur, formanni Samtaka fólks með offitu.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Önnur vika ársins og það er heldur betur að lifna yfir útgáfunni eins og heyrist í Kvöldvaktinni þennan mánudag þar sem við heyrum ný lög frá Black Pumas, Teddy Swims, Jung Kook, Ex Girls, Barry Cant Swim, Channel Tres, NewDad, Killers, Noel Gallagher ásamt Joh Squire og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Elín Hall - Manndráp af gáleysi.
Noah Kahan - Stick Season.
VAN MORRISON - Into The Mystic.
Teddy Swims - Lose Control.
Black Pumas - Mrs. Postman.
Troye Sivan - One Of Your Girls.
Dr. Dre, Snoop Dogg - The Next Episode
Jung Kook - Standing Next to You.
THE XX - Islands.
Ex.girls - Manneskja.
Tempest, Kate - The beigeness.
Quantic, Rationale - Unconditional.
HEATWAVE - Boogie Nights.
Barry Can't Swim - Dance of the Crab.
Dua Lipa - Houdini [Adam Port Mix].
Channel Tres - Walked In The Room (Clean).
Michael Grey - The weekend (radio edit).
Harris, Calvin, Rose, Eliza - Body Moving.
NICK CAVE & THE BAD SEEDS - Breathless.
NewDad - Nightmares.
Gossip, The - Crazy Again.
Eels, Meija - Possum.
Django Django - Default.
Killers, The - Spirit.
Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.
KLAXONS - Golden Skans.
Ensími - In front.
Everything Everything - Cold Reactor.
IDLES, LCD Soundsystem - Dancer
Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.
Cigarettes After Sex - Motion Picture Soundtrack.
BEACH HOUSE - Myth.
National, The, Bridgers, Phoebe - Laugh Track.
Ilsey - No California.
Dina Ögon - Det läcker.
Real Estate - Water Underground.
James - She's A Star.
Liam Gallagher · John Squire - Just Another Rainbow
DJ Ss, Venbee - Rampage
La Roux - In For The Kill (Skreams Let's Get Ravey Remix).
Grace, Kenya - Paris.
PinkPantheress ft Central Cee - Nice To Meet You.
Fred Again - Leave Me Alone
Chase & Status - Selecta
Prodigy - Firestarter (Andy C Remix)
Tónlist að hætti hússins.