13:00
Samfélagið
Þráðaþon, Neandertalsmaðurinn í herberginu og lakkplötuviðtal við bónda úr Fljótavík.
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Um helgina fór fram óvenjulegt mót, lausnamót gegn textílsóun sem bar yfirskriftina þráðaþon. Aðsóknin fór langt fram úr væntingum mótshaldara, fjöldi teyma lagði nótt við dag í þann rúma sólarhring sem mótið stóð og þróaði hugmyndir sem eiga að taka á textílvanda heimsins, eða í það minnsta einhverjum hluta hans. Aðstandendur þráðaþonsins koma til okkar hér rétt á eftir og með í för fulltrúi úr sigurteyminu, Textílendurvinnslunni, sem ætlar sér stóra hluti hér á Íslandi.

Við ætlum svo að ræða við Gísla Pálsson mannfræðing um Neanderdalsmenn. En Gísli skrifaði grein í Náttúrufræðinginn sem ber titilinn “Er einhver Neanderdalsmaður hér inni?”

Málfarsmínútan verður á sínum stað og Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV kemur til okkar með gamla upptöku úr safninu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,