16:05
Síðdegisútvarpið
29. júní
Síðdegisútvarpið

Við byrjuðum á því að bregða okkur vestur á Patreksfjörð þar sem okkar eina sanna Steiney Skúladóttir hitti þá Guðmund Björn Þórsson og Ásgeir Jónasson við Pollinn svokallaða.

Starfshópur um samhæfingu vegna móttöku flóttafólks kynnti fyrir borgarráði í dag samantekt á stöðu mála varðandi móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd og fólks sem komið er með stöðu flóttafólks. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar heimsótti okkur og fór yfir skýrslu hópsins.

Atli Fannar Bjarkason færði okkur Meme vikunnar að venju og þar kom ópersöngur við sögu.

Nokkur umræða hefur skapast í kjölfar tillagna um að leyfa ungmennum að sleppa sundnámi standist þau stöðupróf, enda finni sum þeirra fyrir kvíða gagnvart sundkennslunni og umgjörð hennar. Hildur Eir Bolladóttir prestur, sem unnið hefur mikið með ungmennum, skrifaði áhugaverðan pistil á vefsíðu sína í þessu samhengi og hún var á línunni og rakti sínar pælingar í þessu samhengi.

Fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar hefst á morgun. Mótið kallast Gull 24 open þar sem ræst er út viðstöðulaust í 24 tíma, en gera á atlögu að því að setja heimsmet á mótinu. Þórður Rafn Gissurarson nýráðinn framkvæmdarstjóri golfklúbbsins Kiðjabergs sagði okkur nánar frá þessu.

Okkar maður í Brussel, Björn Malmquist var í beinni frá blaðamannamiðstöð leiðtogafundar ESB. Fundurinn er stór í sniðum og hafa flestir leiðtogar aðildaríkjanna sótt fundinn. Björn fór yfir helstu tíðindi af fundinum með okkur.

Tónlist:

MUGISON - Stóra stóra ást.

HARRY STYLES - Adore You.

SUPERSERIOUS - Bye Bye Honey.

EVERYTHING BUT THE GIRL - Caution to the Wind.

EGILL SÆBJÖRNSSON - I Love You So.

NEW ORDER - True Faith.

DILJÁ - Crazy.

Lights On The Highway - Ólgusjór.

NANNA - Disaster master.

MADONNA - Papa Don't Preach.

Var aðgengilegt til 28. júní 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,