18:00
Spegillinn
Íslandsbanki, fasteignamarkaður, Sorpa, ofbeldi ungmenna o.fl.
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 29. júní 2023. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka segist kominn til að vera og vill endurheimta traust. Hann hafi sjálfur ekki komið að sölunni á fimmtungshlut í bankanum, að öðru leyti en því að hafa kynnt bankann fyrir fjárfestum. Pétur Magnússon ræðir við Jón Guðna.

Kvikubanki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Stjórn Kviku telur að ekki séu forsendur til að halda samningaviðræðum áfram í ljósi atburða síðustu daga.

Í apríl seldist aðeins 531 íbúð á landinu öllu. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það gæti hreinlega verið betra að spara peninga á góðum innlánsvöxtum frekar en að kaupa fasteign. Benedikt Sigurðsson ræðir við Kára.

Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins næsta árið, samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar aðildaríkja NATO hafa komist að.

Það stefnir í illvíg átök á milli landeigenda og sauðfjárbænda vegna smölunar á ágangsfé og vilja bæði innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga að lög verði endurskoðuð sem fyrst. Rúnar Snær Reynisson segir frá.

Hestamennska er fjölbreytt og rúmar alla, segir Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari íþróttarinnar. Íslandsmót hestamanna fer nú fram á Brávöllum á Selfossi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talar við Heklu og Sigurbjörn Bárðason.

------

Forsvarsmenn Sorpu greindu frá því nýverið að stefnt sé að því að flytja allt að 43.000 tonn af brennanlegu sorpi til Svíþjóðar á ári hverju, nýr urðunarstaður fyrir sorp af höfuðuborgarsvæðinu er enn ófundinn, skortur hefur verið á metangasi á fólksbíla og Sorpa þarf að líkindum að borga tekjuskatt, sem byggðasamlög eru að öllu jöfnu undanþegin. Ævar Örn Jósepsson spurði Gunnar Dofra Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóra Sorpu fyrst út í sorpflutningana.

Það voru sagðar af því fréttir á dögunum að Barnavernd Reykjavíkur hefði aldrei fengið jafn margar tilkynningar og fyrstu þrjá mánuði ársins. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Agnesi Eide Kristínardóttur og Unnar Þór Bjarnason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Og hælisleitendur í Bretlandi verða ekki sendir til Rúanda, samkvæmt breskum áfrýjunardómstól. Ásgeir Tómasson segir frá.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,