21:00
Mannlegi þátturinn
Nýtt í geimnum og Ólafur Laufdal (Endurtekið viðtal frá 2020)
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar.

Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fluttum í Mannlega þættinum 19.júní það ár. Við endurfluttum þetta viðtal við Ólaf í þættinum í dag.

Tónlist í þættinum:

Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

Starman / David Bowie (David Bowie)

Þakka þér / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Hilmarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,