Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Margrét Lilja Vilmundardóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Félaganarnir fyrrverandi, Vladimír Pútín og Jevgení Prígósjín, voru til umræðu þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Staða Rússlandsforsetans hefur veikst eftir atburðina um síðustu helgi, þar sem Wagner-liðar Prígósjíns tóku yfir hernaðarlega mikilvæga borg og voru nálægt því að fara inn í Moskvu. Bogi fór yfir málið og sagði frá umsvifum Wagner-sveitanna í Afríku.
Í þessari viku fer fram í Hörpu stór alþjóðleg ráðstefna um efnafræði stórhringja og millisameinda. Þátt taka um 500 efnafræðingar frá öllum heimshornum. Páll Þórðarson, prófessor í efnafræði við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Sydney, er einn forsvarsmanna ráðstefnunnar. Hann sagði frá ráðstefnunni, frá rannsóknum sínum og kollega sinna og vísindasamfélaginu í Sydney.
Tilkynnt var um breytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi í gær, sem er ætlað að skapa meiri stöðugleika og vellíðan í leikskólum, börnum, foreldrum og starfsfólki til hagsbóta. Leikskólastjórarnir Gerður Magnúsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir voru í starfshópnum sem lagði breytingarnar til og þær ræddu málið á Morgunvaktinni.
Tónlist:
Sólarsamba - Góss
Það sýnir sig - Una Torfadóttir
Í löngu máli - Una Torfadóttir
Umsjón:
Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um gleðina og vonbrigðin í sumarástinni. Flett upp í ástarsögum sem til voru í sveitinni, gluggað í gömul og ný húsráð sem geta verið góð til viðhalds ástinni. Einnig er rætt við fólk sim rifjar sumarástina upp. Hugljúf lög leikin milli atriða sem gætu vel hrært vel upp í minningapottinum.
Umsjón: Elísabet Brekkan.
(Áður á dagskrá sumarið 2008)
Í upphafi þáttar les Elísabet lauslega þýðingu á ljóði eftir Alf Pröjsen, sem heitir Hjalmar og síðan er það lag leikið.
Viðtalið um ástina, og hvernig hún tók að blómstra fyrir 45 árum, er við þau Sigurbjörgu Björgvinsdóttur frá Fyrirbarði í Fljótum og Hauk Hannibalsson frá Hanhóli við Bolungarvík.
Þau hjónin hittust á balli uppi á Skaga 1964 og hafa dansað saman síðan. Sigurbjörg yrkir mikið og les hún í þættinum tvö ljóð, annað tileinkað eiginmanninum og hitt um Jónas Hallgrímsson.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir er yfirmaður málefna eldri borgara hjá Kópavogsbæ.
Umsjón: Elísabet Brekkan.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar.
Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fluttum í Mannlega þættinum 19.júní það ár. Við endurfluttum þetta viðtal við Ólaf í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum:
Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Starman / David Bowie (David Bowie)
Þakka þér / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Ingeborg Andersen, kona, móðir, dóttir og grasalæknir
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þetta helst er fátt óviðkomandi og margt milli himins og jarðar hefur verið til umfjöllunar undanfarið ár. Við sögðum meðal annars frá nokkrum Bandaríkjamönnum sem bökuðu sér sín eigin vandræði en í þætti dagsins rifjar Snorri Rafn Hallsson upp mál samsæriskenningasmiðusins Alex Jones og ríkisstjóra Flórídafylkis, Ron DeSantis, sem langar til að verða forseti. Vandræði þeirra hafa lítið batnað upp á síðkastið.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson.
Útvarpsfréttir.
Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.
Í fyrsta þætti er fjallað um það hvernig „Íslensku söngvasafni" var tekið og flutt verða ýmis lög úr því. Sjónum verður sérstaklega beint að bræðrunum Helga og Jónasi Helgasonum sem eiga mörg lög í safninu. Nú á dögum er þeirra einkum minnst fyrir lögin „Öxar við ána" og „Lýsti sól stjörnustól", en fáir gera sér grein fyrir því að þeir voru mikilvægir brautryðjendur í íslensku tónlistarlífi, Jónas fæddur 1839 og Helgi 1848. Fyrir þessa þáttaröð voru gerðar nýjar hljóðritanir af lögunum „Þrútið var loft" eftir Helga og „Við hafið ég sat" eftir Jónas. Síðarnefnda lagið var prentað árið 1881 í danska söngvaheftinu „Firstemmige Sange" og hefur vafalaust verið eitt fyrsta íslenska lagið sem birtist í erlendri nótnabók. Einnig verður flutt ný hljóðritun af laginu „Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor" eftir Sigurð, son Helga, en Sigurður er annars þekktastur fyrir lagið „Skín við sólu Skagafjörður". Það er Kammerkór Suðurlands sem syngur í hinum nýju hljóðritunum, en Hilmar Örn Agnarsson stjórnar.
Lesari: Pétur Grétarsson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur Jónasar Jónassonar sem leitar víða fanga og rifjar upp ýmislegt m.a. úr segulbandasafni Ríkisútvarpsins og leyfir hlustendum að hlýða á raddir, sem hlustendur þekkja ef til vill. Tónlistin er að hætti Jónasar.
Jónas Jónasson ræðir við Benedikt Thorarensen, forstjóra Meitilsins í Þorlákshöfn, en hann var sonur Egils í Sigtúnum á Selfossi. Hann ræðir einnig við Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Viðtalið er frá árinu 1965. Og að lokum ræðir Jónas við Kristínu Snæhólm flugfreyju.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Í ár eru 50 ár frá því að Picasso féll frá, en hann lést í apríl 1973, þá 92 ára gamall. Stóru söfnin úti í heimi keppast við að finna áhugaverðar nálganir á höfundaverk manns sem ekki aðeins er kallaður myndlistar risi 20 aldarinnar heldur einnig af mörgum talin vera snillingur. En það eru ekki allir samamála um það. Við kynnum okkur nokkrar ólíkar nálganir á höfundarverk hans í þætti dagsins.
Það er brú í smíðum frá Quebec í Kanada yfir til Svíþjóðar með viðkomu á Íslandi, þetta er einhverskonar loftbrú eða ljóðbrú. Í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í gær var haldinn viðburður Women of the North, Konur norðursins þar sem ljóð kvenna voru í forgrunni. Nancy R Lange ljóðskáld, útgefandi og þýðandi er sú sem stendur í stafni þessa verkefnis og hún kemur til okkar og segir frá dvöl sinni hér á landi og því sem tengir þessi ólíku svæði.
Og svo laumum við inn einum gullmola úr safni rúv, broti úr viðtali sem við rákumst á á ferðalagi okkar um safnið hér í efstaleiti. Um er að ræða viðtal frá 1962, við Helga Haraldsson bónda á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, en hann var fæddur 12. júní 1891. Auk þess að vera heiðursfélagi í Búnaðarfélagi Íslands er Helgi kynntur til leiks í þessu viðtali sem framúrskarandi sauðfjárbóndi, maður með ást á sögunni og andúð á leirburði.
Og í dag lýkur ferðalagi okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt. Í þessum síðasta pistli heldur hún áfram að ferðast á forsendum tunglsins um norðurhluta Frakklands, og endar í kastala, klaustri og blómagarði Monets
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í Lestinni í dag: Þróun tónlistarstreymiþjónustu, ljósmyndakonan Saga Sig og nýja plata Sigur Rósar, 'Átta'
Við skoðum þróun tónlistarstreymiþjónustu og hvernig hún hefur haft áhrif á tónlistariðnaðinn og háttinn sem við njótum tónlistar í dag. Við ræðum bæði jákvæð og neikvæð hliðar þessara áhrifa. Við mælum með sérfræðingum um hvernig þessar þjónustur hafa mótað borgararéttindi listamanna, demókratiseringu tónlistarsköpunar og aðgang að henni, og hvernig þessi umhverfi mótar hlustunarvenjur okkar og menningu í tónlist.
Í dag munum við kynna okkur Saga Sig, ljósmyndara sem hefur blandað saman myndlita og ljósmyndalist í sitt eigið, einkennandi verk. Saga lauk námi í London College of Fashion árið 2007, flutti til London frá Íslandi til að skoða heiminn í gegnum linsuna. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar, frá London til New York, Paris og Tokyo, og hafa þau birtst í blöðum sem Dazed & Confused, i-D, Vogue Italia og The Guardian. Viðtalið mun snúast um Saga, hvernig hennar draumkennda ljósmyndun hefur mótast af bókmenntum, menningu og lífi í erlendum borgum.
Hvernig skilja við nýjustu plötu Sigur Rósar, 'Átta'?
Stormur Steinþór Sveinsson, tónlistarfræðingur, hefur nokkrar hugmyndir. Í pistli sínum í dag, skoðar Stormur Steinþór ítarlega nýjustu verk Sigur Rósar, veltir fyrir sér áhrifum þeirra á íslenska tónlistarmenningu og útskýrir hvernig Sigur Rós hafa þroskaðst sem listamenn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 29. júní 2023. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka segist kominn til að vera og vill endurheimta traust. Hann hafi sjálfur ekki komið að sölunni á fimmtungshlut í bankanum, að öðru leyti en því að hafa kynnt bankann fyrir fjárfestum. Pétur Magnússon ræðir við Jón Guðna.
Kvikubanki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Stjórn Kviku telur að ekki séu forsendur til að halda samningaviðræðum áfram í ljósi atburða síðustu daga.
Í apríl seldist aðeins 531 íbúð á landinu öllu. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það gæti hreinlega verið betra að spara peninga á góðum innlánsvöxtum frekar en að kaupa fasteign. Benedikt Sigurðsson ræðir við Kára.
Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins næsta árið, samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar aðildaríkja NATO hafa komist að.
Það stefnir í illvíg átök á milli landeigenda og sauðfjárbænda vegna smölunar á ágangsfé og vilja bæði innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga að lög verði endurskoðuð sem fyrst. Rúnar Snær Reynisson segir frá.
Hestamennska er fjölbreytt og rúmar alla, segir Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari íþróttarinnar. Íslandsmót hestamanna fer nú fram á Brávöllum á Selfossi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talar við Heklu og Sigurbjörn Bárðason.
------
Forsvarsmenn Sorpu greindu frá því nýverið að stefnt sé að því að flytja allt að 43.000 tonn af brennanlegu sorpi til Svíþjóðar á ári hverju, nýr urðunarstaður fyrir sorp af höfuðuborgarsvæðinu er enn ófundinn, skortur hefur verið á metangasi á fólksbíla og Sorpa þarf að líkindum að borga tekjuskatt, sem byggðasamlög eru að öllu jöfnu undanþegin. Ævar Örn Jósepsson spurði Gunnar Dofra Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóra Sorpu fyrst út í sorpflutningana.
Það voru sagðar af því fréttir á dögunum að Barnavernd Reykjavíkur hefði aldrei fengið jafn margar tilkynningar og fyrstu þrjá mánuði ársins. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Agnesi Eide Kristínardóttur og Unnar Þór Bjarnason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Og hælisleitendur í Bretlandi verða ekki sendir til Rúanda, samkvæmt breskum áfrýjunardómstól. Ásgeir Tómasson segir frá.
Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri.
Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.
Ævar heimsækir Þingvelli, dembir sér á bólakaf í Íslandssöguna, rannsakar Alþingi (það er skemmtilegra en það hljómar, ég lofa) og veltir fyrir sér jarðfræðinni á bak við þennan merkilega stað.
www.ruv.is/aevar
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen.
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó í hljóðriti sem gert var fyrir Ríkisútvarpið árið 2008.
Lesari: Svanhildur Óskarsdóttir.
Kynnir: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Hljóðritun frá tónleikum Fílharmóníusveitarinnar i Björgvin, sem fram fóru á Edinborgarhátíðinni í ágúst í fyrra.
Á efnisskrá:
*La Valse eftir Maurice Ravel.
*Píanókonsert í a-moll op. 54 eftir Robert Schumann.
*Sinfónískir dansar op. 45 eftir Sergej Rakhmanínov.
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson.
Stjórnandi: Edward Gardner.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar.
Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fluttum í Mannlega þættinum 19.júní það ár. Við endurfluttum þetta viðtal við Ólaf í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum:
Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Starman / David Bowie (David Bowie)
Þakka þér / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Veðurstofa Íslands.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í Lestinni í dag: Þróun tónlistarstreymiþjónustu, ljósmyndakonan Saga Sig og nýja plata Sigur Rósar, 'Átta'
Við skoðum þróun tónlistarstreymiþjónustu og hvernig hún hefur haft áhrif á tónlistariðnaðinn og háttinn sem við njótum tónlistar í dag. Við ræðum bæði jákvæð og neikvæð hliðar þessara áhrifa. Við mælum með sérfræðingum um hvernig þessar þjónustur hafa mótað borgararéttindi listamanna, demókratiseringu tónlistarsköpunar og aðgang að henni, og hvernig þessi umhverfi mótar hlustunarvenjur okkar og menningu í tónlist.
Í dag munum við kynna okkur Saga Sig, ljósmyndara sem hefur blandað saman myndlita og ljósmyndalist í sitt eigið, einkennandi verk. Saga lauk námi í London College of Fashion árið 2007, flutti til London frá Íslandi til að skoða heiminn í gegnum linsuna. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar, frá London til New York, Paris og Tokyo, og hafa þau birtst í blöðum sem Dazed & Confused, i-D, Vogue Italia og The Guardian. Viðtalið mun snúast um Saga, hvernig hennar draumkennda ljósmyndun hefur mótast af bókmenntum, menningu og lífi í erlendum borgum.
Hvernig skilja við nýjustu plötu Sigur Rósar, 'Átta'?
Stormur Steinþór Sveinsson, tónlistarfræðingur, hefur nokkrar hugmyndir. Í pistli sínum í dag, skoðar Stormur Steinþór ítarlega nýjustu verk Sigur Rósar, veltir fyrir sér áhrifum þeirra á íslenska tónlistarmenningu og útskýrir hvernig Sigur Rós hafa þroskaðst sem listamenn.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við skoðuðum sjálfbærni í íslenskri matvælaframleiðslu og hvort hún geti betur fallið að loftslagsmarkmiðum Íslands. Jónas Viðarsson sviðsstjóri Matís kom til okkar.
Blessuð verðbólgan er loksins komin niður fyrir 9 prósentin og stendur nú í 8,9%. Við í Morgunútvarpinu trúum á það að fagna litlu sigrunum og buðum því Hjalta Óskarssyni hagfræðingi í Landsbankanum til okkar að ræða efnahagsmálin.
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður og nú forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, kíkti í morgunkaffi til okkar. Við ræddum söluna á Íslandsbanka, forystu Sjálfstæðisflokksins og málefni Vestmannaeyja nú þegar 50 ár eru liðin frá goslokum í eyjunni fögru.
Hin árlega RVK Fringe hátíð er nú haldin í sjötta sinn. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval viðburða en yfir 100 viðburðir verða haldnir á ýmsum stöðum á víð og dreif um miðborgina. Skipuleggjendur segja að miðborgin umbreytist í miðstöð listrænnar tjáningar. Til að segja okkur nánar frá því sem fram kom til okkar Ingunn James annar tveggja hátíðarstjóra.
Það breyttist ekkert eftir hrun og það mun ekkert breytast eftir Íslandsbankamálið og staðreyndin er sú að brot Íslandsbanka er bara toppurinn á ísjakanum. Þetta segja þau Ásthildur Lóa Þórisdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í skoðunargrein sem birtist á Vísir.is í gær sem ber yfirskriftina ?Sami skíturinn í aðeins fínni skál?. Ásthildur Lóa var gestur okkar í lok þáttar.
Tónlist
KK - Þjóðvegur 66.
KLARA ELIAS - Nýjan stað.
REX ORANGE COUNTY - Keep It Up.
Pláhnetan - Spútnik.
NÝDÖNSK - Lærðu Að Ljúga.
Snorri Helgason - Ingileif.
BRUCE SPRINGSTEEN - Girls In Their Summer Clothes.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 29. júní 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-06-29
BUBBI MORTENS - Einskonar Ást.
COLDPLAY & BUENA VISTA SOCIAL CLUB - Clocks.
Marvin Gaye - Sexual Healing.
MAGNI & SVAVAR VIÐARSON - Ekkert hefur breyst.
CELEBS - Bongó, blús & næs.
B.A. Robertson - Flight 19.
MICHAEL KIWANUKA - I'm Getting Ready.
CORNELIA JAKOBS - Hold Me Closer (Svíþjóð).
MEZZOFORTE - Garden party - Millenium mix.
TODMOBILE - Stúlkan.
Sigur Rós - Gold.
BJÖRK - Venus As A Boy.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Ég skal syngja fyrir þig.
MUGISON - Stóra stóra ást.
STEVE MILLER BAND - Abracadabra.
EMMSJÉ GAUTI - Klisja.
GEIRI SÆM OG HUNANGSTUNGLIÐ - Er Ást Í Tunglinu.
INGI ÞÓR & KRÓLI - Þú.
Dina Ögon - Oas.
GDRN - Parísarhjól.
Kara Jackson - Pawnshop.
MIKE OLDFIELD - Five Miles Out.
R.E.M. - Everybody Hurts.
SLOWDIVE - Kisses.
BLUR - The Narcissist.
Una Torfadóttir - En.
PROPAGANDA - Duel.
Tappi Tíkarrass - Dalalæða.
MUSE - Sing For Absolution.
Þeyr - Rúdolf.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Sirkus Geira Smart.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Ástarbál.
LANGI SELI OG SKUGGARNIR - Hviss Bamm Búmm.
STONE TEMPLE PILOTS - Plush.
Ívar Bjarklind - Sama og þegið.
PEGGY GOU - (It Goes Like) Nanana.
Kiriyama Family - About you.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
GRÝLURNAR - Maó gling.
MADISON BEER - Home To Another One.
ALICE MERTON - No Roots
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi Gunnars og Lovísa Rut sáu um Poppland dagsins. Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir gerðu upp plötu vikunnar, Þú sem Ljóslega Hvergi Ert með Ívari Bjarklind. Þættinum bárust líka tvö póstkort, frá Grétari Örvars og Hipsumhaps. Annars alls konar fjölbreytt tónlist að vanda, franskt horn og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað.
Snorri Helgason - Gerum okkar besta.
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Við stóran stein.
BRYAN ADAMS - Run To You.
CAROLINE POLACHECK - Smoke.
John, Elton, Turner, Tina - The bitch is back.
John, Elton - The bitch is back.
PETER BJÖRN & JOHN - Young Folks.
KLARA ELIAS - Nýjan stað.
THE PERFUMIST - So Lonely.
SCARLET PLEASURE - What A Life (úr kvikmyndinni Druk).
PNAU & KHALID - The Hard Way.
Ívar Bjarklind - Myrkið i? me?r.
Ívar Bjarklind - Vonskan og viskan.
Ívar Bjarklind - Skortur sko?p.
Ívar Bjarklind - Þegar störum inn í tómið.
Ívar Bjarklind - Sama og þegið.
Ívar Bjarklind - Ég tefst.
Ívar Bjarklind - Enginn vex anginn.
THE VERVE - Sonnet.
Stjórnin - Stjórnlaus.
KALEO - Hey Gringo.
Tappi Tíkarrass - Dalalæða.
BEACH WEATHER - Sex, Drugs, Etc..
QUEEN - You're My Best Friend.
DUA LIPA - Dance The Night.
CELEBS - Bongó, blús & næs.
GUSTAPH - Because Of You (Belgía Eurovision 2023).
MOBY - Porcelain.
DAVID KUSHNER - Daylight.
Nick Cave - Into My Arms.
SYSTUR - Furðuverur.
ROMY - Loveher.
Á MÓTI SÓL - Ég verð að komast aftur heim.
PÁLL ÓSKAR - Galið Gott.
KYLIE MINOGUE - Padam Padam.
IGGY POP - Lust For Life.
LAY LOW - Please Don?t Hate Me.
Phoenix - Lisztomania.
Polo and Pan - Feel Good.
Serge Gainsbourg - Bonnie And Clyde.
Stromae - Santé.
JAIN - Makeba.
MIRIAM MAKEBA - Pata Pata.
GUTS - Brand New Revolution.
FLOTT - L?Amour.
LAUFEY - Everything I Know About Love.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum á því að bregða okkur vestur á Patreksfjörð þar sem okkar eina sanna Steiney Skúladóttir hitti þá Guðmund Björn Þórsson og Ásgeir Jónasson við Pollinn svokallaða.
Starfshópur um samhæfingu vegna móttöku flóttafólks kynnti fyrir borgarráði í dag samantekt á stöðu mála varðandi móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd og fólks sem komið er með stöðu flóttafólks. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar heimsótti okkur og fór yfir skýrslu hópsins.
Atli Fannar Bjarkason færði okkur Meme vikunnar að venju og þar kom ópersöngur við sögu.
Nokkur umræða hefur skapast í kjölfar tillagna um að leyfa ungmennum að sleppa sundnámi standist þau stöðupróf, enda finni sum þeirra fyrir kvíða gagnvart sundkennslunni og umgjörð hennar. Hildur Eir Bolladóttir prestur, sem unnið hefur mikið með ungmennum, skrifaði áhugaverðan pistil á vefsíðu sína í þessu samhengi og hún var á línunni og rakti sínar pælingar í þessu samhengi.
Fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar hefst á morgun. Mótið kallast Gull 24 open þar sem ræst er út viðstöðulaust í 24 tíma, en gera á atlögu að því að setja heimsmet á mótinu. Þórður Rafn Gissurarson nýráðinn framkvæmdarstjóri golfklúbbsins Kiðjabergs sagði okkur nánar frá þessu.
Okkar maður í Brussel, Björn Malmquist var í beinni frá blaðamannamiðstöð leiðtogafundar ESB. Fundurinn er stór í sniðum og hafa flestir leiðtogar aðildaríkjanna sótt fundinn. Björn fór yfir helstu tíðindi af fundinum með okkur.
Tónlist:
MUGISON - Stóra stóra ást.
HARRY STYLES - Adore You.
SUPERSERIOUS - Bye Bye Honey.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Caution to the Wind.
EGILL SÆBJÖRNSSON - I Love You So.
NEW ORDER - True Faith.
DILJÁ - Crazy.
Lights On The Highway - Ólgusjór.
NANNA - Disaster master.
MADONNA - Papa Don't Preach.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 29. júní 2023. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka segist kominn til að vera og vill endurheimta traust. Hann hafi sjálfur ekki komið að sölunni á fimmtungshlut í bankanum, að öðru leyti en því að hafa kynnt bankann fyrir fjárfestum. Pétur Magnússon ræðir við Jón Guðna.
Kvikubanki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Stjórn Kviku telur að ekki séu forsendur til að halda samningaviðræðum áfram í ljósi atburða síðustu daga.
Í apríl seldist aðeins 531 íbúð á landinu öllu. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það gæti hreinlega verið betra að spara peninga á góðum innlánsvöxtum frekar en að kaupa fasteign. Benedikt Sigurðsson ræðir við Kára.
Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins næsta árið, samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar aðildaríkja NATO hafa komist að.
Það stefnir í illvíg átök á milli landeigenda og sauðfjárbænda vegna smölunar á ágangsfé og vilja bæði innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga að lög verði endurskoðuð sem fyrst. Rúnar Snær Reynisson segir frá.
Hestamennska er fjölbreytt og rúmar alla, segir Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari íþróttarinnar. Íslandsmót hestamanna fer nú fram á Brávöllum á Selfossi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir talar við Heklu og Sigurbjörn Bárðason.
------
Forsvarsmenn Sorpu greindu frá því nýverið að stefnt sé að því að flytja allt að 43.000 tonn af brennanlegu sorpi til Svíþjóðar á ári hverju, nýr urðunarstaður fyrir sorp af höfuðuborgarsvæðinu er enn ófundinn, skortur hefur verið á metangasi á fólksbíla og Sorpa þarf að líkindum að borga tekjuskatt, sem byggðasamlög eru að öllu jöfnu undanþegin. Ævar Örn Jósepsson spurði Gunnar Dofra Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóra Sorpu fyrst út í sorpflutningana.
Það voru sagðar af því fréttir á dögunum að Barnavernd Reykjavíkur hefði aldrei fengið jafn margar tilkynningar og fyrstu þrjá mánuði ársins. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Agnesi Eide Kristínardóttur og Unnar Þór Bjarnason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Og hælisleitendur í Bretlandi verða ekki sendir til Rúanda, samkvæmt breskum áfrýjunardómstól. Ásgeir Tómasson segir frá.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Stjórnin - Stjórnlaus.
Júlí Heiðar, Patrik - Blautt dansgólf (ritskoðuð útgáfa).
Bomarz - Blautt dansgólf (ritskoðuð útgáfa).
Jóhannes Bjarki Sigurðsson - Stuck.
Spacestation - Hvað ertu að reykja?.
Þau - Kenndu mér.
Katrín Lea Daðadóttir - In case you come home.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Tónlistarhátíðin Hátíðni fer fram í fimmta sinn á Borðeyri í Hrútafirði um helgina. Kvöldvaktin ræðir við tvo af skipuleggjendum hátíðarinnar, þau Kára Fjóluson Thoroddsen og Ísadóru Bjarkardóttur Barney.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson
Lagalisti:
Sigur Rós - Gold
Eydís Evensen - Dreaming Of Light
Prins Póló & Hirðin - Ég er klár
Celebs - Bongó, blús & næs
Caroline Polachek - Smoke
GDRN - Parísarhjól
Mugison - Stóra stóra ást
Langi Seli og Skuggarnir - Hviss bamm búmm
JFDR - Life Man
Ísadóra - Bergmál
Trailer Todd - Yeah!
Einakróna - Gegnsærri sick edition
Sucks To Be You, Nigel - Tína blóm
lúpína - alein
Róshildur - Fólk í blokk (v2,3)
Katrín Lea - in case you come home
Vilde Tuv - Vilde Tuv
Dania O. Tausen - Kann eg hava armin soleiðis her?
Indigo De Souza - The Water
Mija Milovic - Second Voice
draag me - death cult
píla - Nobody
Spacestation - Hvað ertu að reykja?
Pale Saints - Kinky Love
Love Positions - Into Your Arms (Electric)
Chanel Beads - Ef
ML Buch - High Speed Calm Air Tonight
King Krule - Tortoise Of Independence
Babyfather - Sleep It Off
Cocteau Twins - Three Swept
Catatonia - Lago M
Astra King - Make Me Cry
Sampha - Spirit 2.0
MSEA - It?s Got A Little Ring To It
Pink X-Ray - Apocalyptic Connection
Paris Texas - Everybody?s Safe Until?
Water From Your Eyes - Barley
Ólafur Páll Gunnarsson rifjar upp raddir Rásar 2 í 40 ár.
Ólafur Páll Gunnarsson fær til sín tvo gesti í hverjum þætti, sem eiga það sameiginlegt að hafa stjórnað þáttum á Rás 2 áður fyrr. Rætt er um tíðarandann og tónlistina sem var vinsæl á þeim tíma þegar viðkomandi dagskrárgerðarfólk starfaði á Rásinni.
Raddir Rásar 2 er þáttur sem er á dagskrá eftir hádegisfréttum á sunnudögum í sumar. Tilefnið er 40 á afmæli Rásar 2 sem var sett í gang 1. desember 1983.
Við ætlum að tala um Rás 2 í þessum þáttum og gestir þáttarins munu allir eiga það sameiginlegt að tengjast Rás 2 á einhvern hátt, og í flestum tilfellum er þetta fólk sem hefur starfað á Rás 2 og verið áberandi í dagskránni. Fólk sem hlustendur Rásar 2 í gegnum tíðina þekkja.
Í júní einbeitum við okkur að fyrstu árunum 1983-1990 þegar Rásin var að slíta barnsskónum.
Bogi Agustsson og Ragnheiður Davíðsdóttir eru Raddir Rásar 2 í fjórða þætti en þau voru bæði í hópnum sem startaði Rás 2 fyrir 40 árum. Bogi var með þátt sem einbeitti sér að gamalli tónlist - allt að 20 ára gamalli, og Ragnheiður stýrði fyrsta talmálsþættinum á Rás 2. Ólafur Páll ræðir við þau um músík, Ríkisútvarp, auglýsingar, Svavar Gests, Skallapopp og margt fleira.
Tónlist að hætti hússins.