06:50
Morgunútvarpið
29. júní - Efnahagsmál, Íslandsbanki, Vestmanneyjar og RVK Fringe
Morgunútvarpið

Við skoðuðum sjálfbærni í íslenskri matvælaframleiðslu og hvort hún geti betur fallið að loftslagsmarkmiðum Íslands. Jónas Viðarsson sviðsstjóri Matís kom til okkar.

Blessuð verðbólgan er loksins komin niður fyrir 9 prósentin og stendur nú í 8,9%. Við í Morgunútvarpinu trúum á það að fagna litlu sigrunum og buðum því Hjalta Óskarssyni hagfræðingi í Landsbankanum til okkar að ræða efnahagsmálin.

Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður og nú forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, kíkti í morgunkaffi til okkar. Við ræddum söluna á Íslandsbanka, forystu Sjálfstæðisflokksins og málefni Vestmannaeyja nú þegar 50 ár eru liðin frá goslokum í eyjunni fögru.

Hin árlega RVK Fringe hátíð er nú haldin í sjötta sinn. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval viðburða en yfir 100 viðburðir verða haldnir á ýmsum stöðum á víð og dreif um miðborgina. Skipuleggjendur segja að miðborgin umbreytist í miðstöð listrænnar tjáningar. Til að segja okkur nánar frá því sem fram kom til okkar Ingunn James annar tveggja hátíðarstjóra.

Það breyttist ekkert eftir hrun og það mun ekkert breytast eftir Íslandsbankamálið og staðreyndin er sú að brot Íslandsbanka er bara toppurinn á ísjakanum. Þetta segja þau Ásthildur Lóa Þórisdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í skoðunargrein sem birtist á Vísir.is í gær sem ber yfirskriftina ?Sami skíturinn í aðeins fínni skál?. Ásthildur Lóa var gestur okkar í lok þáttar.

Tónlist

KK - Þjóðvegur 66.

KLARA ELIAS - Nýjan stað.

REX ORANGE COUNTY - Keep It Up.

Pláhnetan - Spútnik.

NÝDÖNSK - Lærðu Að Ljúga.

Snorri Helgason - Ingileif.

BRUCE SPRINGSTEEN - Girls In Their Summer Clothes.

Var aðgengilegt til 28. júní 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,